- Hvað heitir þú (fullt nafn)? Þórður Ingi Bjarnason
- Uppáhalds litur ? Svartur/Hvítur
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ? Hafnarfirði
- Við hvað starfar þú ? Ferðamálafræðingur, starfa við vaktstjórn Hópbíla og sé þar um niðurröðun og skipulag ferða.
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ? maí 2012
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ? maí 2012
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ? nei en hef tekið pásu vegna tímaleysis.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ? hef stundað dans frá þriggja ára aldri
- Helstu áhugamál ? Dans, ferðalög, hlaup
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?Adidas
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ? Allar hlaupaleiðir eru skemmtilegar, eins er gaman að hlaupa í fallegt skóglendi.
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ? ekkert sérstakt fyrir æfingar en fyrir keppni eitthvað sem er létt í maga og orkugefandi.
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ? er talinn nokkuð liðugur og get pakkað mér saman og sett fæturnar í kross og gengið á hnjánum.
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ? Þegar ég byrjað að hlaupa aftur nú í mai eftir 5 mánaða pásu ætlaði ég að fara rólega af stað og taka stutt hlaup. Þegar ég kom heim var ég alveg óvart búinn að fara 10.5 km
__________________________________________________________
- Hvað heitir þú (fullt nafn)? Tinna Rósantsdóttir
- Uppáhalds litur ? Rauður
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ? Hafnarfirði
- Við hvað starfar þú ? Greiðslufulltrúi hjá NOVA
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ? Í byrjun mars 2015
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ? Ekkert að viti fyrr en ég mætti á fyrstu æfingu Hlaupahóps FH
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?Þar sem ég get verið svolítið þrjóskt þá hef ég ekki viljað taka mér pásu vegna meiðsla en ég hef fengið ansi slæman verk í hásinuna. Hljóp þá hægar og styttri vegalengdir en tók mér ekki beint pásu.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ? Ég ætlaði að vera dugleg að synda með hlaupunum en hef því miður ekki verið dugleg í því- fer að taka mig á 🙂
- Helstu áhugamál ? Ferðalög, hönnun og hannyrðir. Og svo að sjálfsögðu mitt nýja áhugamál- hlaupin.
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ? Á bara innanbæjarskó. Hleyp í Asics GT2000 núna en það eru fyrstu alvöru hlaupaskórnir mínir svo reynslan er ekki mikil.
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ? Mér finnst nú alltaf skemmtilegast að hlaupa nýjar leiðir og takast á við mismunandi áskoranir og ekki skemmir fyrir ef það er í fallegri náttúru.
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ? Það er misjafnt en oftast er það banani og hnetustykki.
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ? Ég myndi segja að ég sé afar góð í að húlla 🙂 vann allavega slíka keppni í vinnunni fyrir stuttu síðan:)
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ? Enn sem komið er hef ég enga góða/skemmtilega hlaupasögu að segja frá en ég get þó sagt að ég var í andlegu sjokki í nokkra daga eftir á þegar ég komst að því að marathon hlauparar og þeir sem hlaupa lengri hlaup þurfa stundum að að bregða á það ráð að pissa á sig í miðjum keppnum 🙂
_____________________________________________________________
- Hvað heitir þú (fullt nafn)? Ingólfur Örn Arnarsson
- Uppáhalds litur ? koníaks
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ? Reykjavík
- Við hvað starfar þú ? Vinn í skipasmíðastöð (kafbáta)
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ? Fyrsta æfingin 11.feb.2010 var 8,5km brekkuæfing í Setberginu og copy paste úr æfingadagbókinni minni „ég ætlaði alls ekki að taka mikið á fór samt með í sprettina og alveg nóg til þess að mæðast enn var samt kurteis“
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ? feb 1998 hljóp ég í fyrsta skipti með hóp og þjálfara en hafði eitthvað aðeins hlaupið áður einn og taldi mig bara nokkuð góðann „það var misskylningur“
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ? Minnist þess ekki
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ? Er alltaf að reyna að gera eitthvað annað, hef prófað sund, sundhlaup,hjól, lyftingar og hitt og þetta ALLT ámóta leiðinlegt, verð reyndar að viðurkenna að yfirleitt hef ég verið að prófa þetta jaðarsport nefnt að ofan í tengslum við spurningu no 8. Sem skýrir minnisleysið
- Helstu áhugamál ? Hlaup og ég hef gaman að því að ferðast (tek hlaupaskóna gjarnan með) en búinn að lofa því að taka ekki hlaupaskó með til Rómar í sumar J
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ? Mér finnst best að hlaupa í frekar léttum skóm yfirleitt en utanvega er betra að vera í frekar stífum grófbotna skóm
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ? Eins og það getur verið gaman að hlaupa á góðum malbikuðum stígum inni í bæ og borg þá jafnast það ekkert á við það að hlaupa á mjúkum stígum uppi í Heiðmörk
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ? Spái alltof lítið í það hvað ég læt ofan í mig fyrir æfingu en fyrir keppni þá passa ég mig á því að borða helst ekkert 2-3 klst fyrir keppni hinsvegar er fyrir Maraþon matseðillinn 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og marmelaði og 3 kaffibolla (endalaust af vatni fylgir þessu)
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ? Örugglega, ég bíð spenntur
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ? Einu sinni þegar ég var að hlaupa með Námsflokkum Reykjavíkur (frá Austurbæjarskóla) hlupum við upp Elliðarárdalin og sem leið lá umhverfis Elliðavatn það var hörku frost og vatnið fraus í brúsunum (reynslutips hafa brúsana innanklæða) síðan á leiðinni niður eftir þá skall á stórhríð þannig að það sást ekki handa á milli, við komumst við illan leik í undirgöngin við Fák og að sjálfsögðu enginn með gsm (ok það var búið að finna hann upp) við þurftum að þræða húsagötur alla leið niður í Austurbæjarskóla sem var að sjálfsögðu lokaður,yfirgefin og fötin okkar inni. enn þegar neyðin er stærst er hjálpin næst: VITABAR á horninu á móti þar komumst við í skjól og reikning, hringdum eftir hjálp 3-4 klst síðar.
______________________________________________________________
_________________________________________________________________
Birna Björk Árnadóttir
- Uppáhalds litur ?
Blár
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
- Við hvað starfar þú ?
Sérfræðingur á Skipulagsstofnun
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Haustið 2011
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Eftir að ég gekk til liðs við hópinn, hafði áður hlaupið nokkrum sinnum í kringum Klambratún.
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já ég hef fengið stundum heiftarlega bakið og verið frá í einhvern tíma en ekki lengur eftir að ég fékk innlegg.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Ekki í dag, en var góð í skylmingum og blaki
- Helstu áhugamál ?
Útivist, ferðalög og gönguferðir með góðu fólki, sötra rauðvin með þessu sama góða fólki, umhverfismál, náttúruvernd, jarðfræði, landafræði og svo er ég með sjúklegan áhuga á loftslagsmálum, bókmenntir og svo íþróttir og tómstundir strákanna minna.
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Hef aldrei lent á vondum skóm.
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Mér finnst óneitanlega skemmtilegra að hafa fallegt náttúrulegt umhverfi í kringum mig og mig dreymir um að vera flottur náttúruhlaupari ! Sætti mig annars við flest nema nálægð við miklar umferðargötur.
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Skynsamlegt matarræði er ekki mín sterkasta hlið og það er svona ýmislegt sem er gripið til síðustu stundu, banani kemur þar sterkur inn.
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Já get hreyft eyrun og sungið Edith Piaf lög með tilþrifum (samt ekki á sama tíma).
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Kúkasagan er minnisstæð. Bauð hlaupafélaga far heim eftir laugardagshlaup, höfðum hlaupið saman bara tvær og hún var eitthvað sein. Það hafði nýlega átt sér stað einhver umræða um hvernig fólki verður stundum brátt í brók á hlaupum. Á leiðinni i norðurbæinn gýs upp þessi óbærilegi óþefur og ég renni niður rúðunni og hún líka skömmu síðar. Við spjöllum um daginn og veginn en hún er orðin pínu vandræðaleg og samtalið þvingað. Lyktin versnar og versnar og það eins sem mér dettur í hug er að hún hlyti að hafa gert í sig. Ég hugsa með hryllingi tll áklæðisins á bílsætinu. Hún stekkur út um leið og ég stoppa og ég lít með kvíða á farþegasætið. Hjúkk það lak ekkert í gegn hugsa ég og þeysi af stað en fýlan hverfur ekki heldur vernsar. Endar með því að ég fer útí kant og eftir talsverða rannsóknarvinnu fatta ég að undir skónum mínum er áföst hrikaleg hundaskítsklessa. Ég sá hana bara einu sinni eftir þetta hlaup….
——————————————————————————————————–
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Sigurður Óli Björgólfsson
2. Uppáhalds litur ?
Rauður
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Við hvað starfar þú ?
Tæknimaður hjá Landhelgisgæslunni
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
2013
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
2013
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já en samt ekkert að ráði
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Hjólreiðar
9. Helstu áhugamál ?
Flest sem tengist útivist
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Asics Nimbus – hef aldrei átt utanvega skó
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Á laugardegi inn í Heiðmörk í góðum félagsskap
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Banana eða brauðsneið
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Nei
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Vorum að hlaupa yfir Arnarneshæðina nokkur saman á laugardegi. Fínasta veður og ég er eitthvað að horfa í kringum mig og sveigi fyrir Svenna sem tekur þvílík spor við að reyna fara ekki fram fyrir sig og beint á andlitið. Hann náði að bjarga sér en hugsaði mér þegjandi þörfina. Held nú að hann sé búinn að fyrirgefa mér þetta J
———————————————————————————————————-
Edda Dröfn Eggertsdóttir.
- Uppáhalds litur ?
Svartur og hvítur
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði.
- Við hvað starfar þú ?
Skjalafulltrúi hjá Þjóðskrá Íslands.
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Apríl 2014.
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Apríl 2014.
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Nei hef verið meiðslalaus hingað til.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Já ég stunda tennis og svo er ég aðeins að leika mér í handbolta öðru hvoru.
- Helstu áhugamál ?
Öll hreyfing og útivera og svo bara lífið sjálft.
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Ég hef hingað til hlaupið í adidas skóm, er bara þokkalega sátt við þá.
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Ég á enga uppáhalds leið en finnst rosa gaman að hlaupa bara eitthvað út í buskann og tilbaka.
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Það fer eftir því hvenær tíma dags æfingin er. Fyrir morgunæfingar er hafragrauturinn málið en allskonar öðruvísi fyrir æfingar á öðrum tímum.
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Já ég er einstaklega fyndin, fer bara mjög leynt með það.
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Ég tók þátt í atlantsolíuhlaupunum fyrr á árinu og bætti mig um 5,25 mínútur á milli hlaupa.
Það er góð saga.
———————————————————————————————————-
Hvað heitir þú (fullt nafn) ?
Heimir Aðalsteinsson.
- Uppáhalds litur ?
Blár.
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnafirði.
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Ég byrjaði í janúar 2010 um leið og hlaupahópurinn var stofnaður.
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Sumarið 2004.
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já, álagsbrot.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Fjallgöngur/Hjól/Skotveiði.
- Helstu áhugamál ?
Útivist.
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Nike, Under Armour.
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Engin sérstök leið en jafnt á malbiki og utanvegar.
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Hafragraut/ristað brauð, kaffi.
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Nei.
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Vinn í Suðurbæjarlaug.
———————————————————————————————————-
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Arnar Karlsson
2. Uppáhalds litur ?
Veit ekki
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Við hvað starfar þú ?
Vélfræðingur, er leiðtogi húsdýrafóðurframleiðslu fóðurblöndunar.
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Í febrúar 2013
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup?
Ég byrjaði markvisst að æfa hlaup í febrúar 2013 þegar ég fékk loksins inngöngu í Hlaupahóp FH. En árið 2011 gerði ég tilraun til að byrja að æfa og keypti mér hlaupabretti en hljóp mjög stopult, sumar vikurnar var ég mjög duglegur en aðrar vikurnar hljóp ég bara ekki neitt.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já, ég tognaði í nára tvisvar og fékk allskonar önnur meiðsli í báða fæturna en Sveinbjörn kom til bjargar og læknaði mig af öllum mínum kvillum.
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Nei, en er að taka þátt í verkefni á vegum Lýðheilsustöðvarinnar sem felur það í sér að ég verð að taka þátt í sem flestum hlaupakeppnum á Íslandi sem er frekar mikil kvöð fyrir mig en ég fæ sem betur fer vel borgað fyrir það.
9. Helstu áhugamál ?
Skrautfiskar hafa verið áhugamál hjá mér síðan ég var gutti. Ég er núna með 720L búr með Discus fiskum en áhuginn er ekki mikill sem stendur.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Ég á ekki utanvegaskó og er búinn að vera að hlaupa á Brooks Glyserin í sumar. Þeir eru fínir en eru vonlausir utanvegar :/
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Öll hlaup eru skemmtileg en utanvegahlaupin heilla líka t.d. Heiðmörkin.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Brauðsneið eða banana
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Kann að kyngreina fiska og svo rúlla ég Sigga upp í stuttu hlaupunum. 🙂
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Hljóp með Hring í Færeyjum á síðasta ári. Það gekk fínt þar til að stór Rottweiler hundur kom æðandi á eftir okkur og elti Hring sem hvarf mér sjónum á örskotsstundu. Önnur eins skaræðisöskur og vein hef ég ekki heyrt en karlinn náði þó PB í hlaupinu 🙂
———————————————————————————————————-
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Sigurður Ísólfsson
2. Uppáhalds litur ?
Blár og bleikur, eða grænn
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Við hvað starfar þú ?
Tölvunarfræðingur
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Febrúar 2012
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Byrjaði að hlaupa milli ljósastaura í Nóv/Des 2011. Var búinn að ná að hlaupa 2-3 sinnum 5km í einni lotu þegar Hrönn dró mig í hlaupahópinn.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Lenti í kálfameiðslum í fyrra og datt út í 4 vikur. Í ár snéri ég ökklann frekar illa. Hef annars sloppið þokkalega. Aðalatriðið er að læra að hlusta á likamann, hægja á sér þegar maður er við það að ofgera sér og stoppa þegar maður hefur gengið of langt.
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Hjóla og syndi reglulega.
9. Helstu áhugamál ?
Hlaup, hjól, sund, fjallgöngur og alls konar.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Hef prófað nokkrar tegundir af skóm, Asics, Adidas, Brooks. Allir hafa þeir reynst vel. Brooks hafa kannski komið best út í utanvegahlaupunum.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Utanvegahlaupin heilla mikið. Skemmtilegustu hlaupin eru: Jökulsárhlaupið, Laugavegurinn og Snæfellsjökulshlaupið. Annars eru götuhlaupin ágæt líka, best er að blanda þessu saman, gera sitt lítið af hverju.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Engin sérstök regla á því. Kvöldið fyrir keppni fæ ég mér annaðhvort pasta eða kjúkling.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Get talið, eða gat það í eina tíð, á ítölsku, kann að öðru leyti ekkert í ítölsku, og bý ekki að neinum leyndum hæfileikum. Get að vísu enn rúllað Arnari upp í lengri hlaupunum.
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Mér hefur nokkrum sinnum tekist að fara of geyst á hjólinu, mér hefur tekist að blóðga annan hjólreiðamann í eitt skipti og klessa á vespu og núna síðast hjólaði ég Svein niður í einum laugardagsrúntinum í vitna viðurvist. Ég á mér engar málsbætur í öllum þessum tilvikum.
———————————————————————————
Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
- Uppáhalds litur?
Bleikur.
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú?
220 en er alin upp í 701.
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH?
Ég mætti á fyrstu æfinguna þann 4. október 2011. Það voru Hilla og Áki sem drógu mig með sér en þau nenntu alls ekki að hlaupa með mér því þeim fannst ég fara alltof hægt. Ég fór í byrjendahópinn hennar Hrannar sem var æðislegur.
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup?
Ég var búin að fara nokkrum sinnum út að hlaupa sumarið áður og leið vægast sagt illa. Hljóp alltaf alltof hratt, sprengdi mig á stuttum tíma og fannst ég ómögulegur hlaupari.
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir?
Já, ég lenti í tómu skralli í maraþonundirbúningnum fyrir Amsterdam 2013 og hef tekið því mjög rólega núna í heilt ár eftir hlaupið. Fékk bólgur í hné, mjaðmir, nára, kálfa, læri, bak og herðar.
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup?
Ég hef æft blak um árabil en er í pásu núna, meðal annars vegna fyrrgreindra meiðsla.
- Helstu áhugamál?
Fjallgöngur og gönguferðir almennt, sjónvarpsgláp, samvera með góðum vinum og fjölskyldu – ekki síst fjölskyldupizzakvöldin frægu og góðar kjaftasögur.
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar?
Ég hef nú ekki mikla reynslu í þessum efnum en Brooks PureFlow skórnir mínir voru æði og Asics Nimbus hafa reynst mér vel bæði innanbæjar sem utanvega.
10. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa?
Mér finnst alltaf langskemmtilegast á sprettæfingum á brautinni. Í löngu og rólegu hlaupunum finnst mér skemmtilegast ef við förum einhverjar nýjar leiðir, ekki síst utanvega. Þá drekk ég umhverfið og fríska loftið í mig.
11. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni?
Ég er að berjast við að vakna nógu snemma til að borða ekki alltof stutt fyrir æfingar, tekst betur fyrir keppnir því þá er ég svo stressuð. Mér líður best þegar ég fæ mér ristað brauð með osti og sultu, Earl Gray-te með hunangi og glas af vatni alla vega klukkutíma fyrir æfingu.
12. Lumar þú á leyndum hæfileikum?
Ég er sjúklega góður Beyoncé-dansari … djók!
13. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum?
Munum bara að sama hversu langt, hratt eða hægt við förum þá gerum við alltaf meira en þeir sem sitja heima.
———————————————————————————
Ósk Gunnarsdóttir
Uppáhalds litur ?
Vá á engann einn uppáhalds
- Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
- Við hvað starfar þú ?
Kokkur
- Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Janúar 2010
- Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Janúar 2010
- Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já,fyrst þegar ég byrjaði að hlaupa fór maður frekar geyst af stað,í vitlausum skóm og bara rokið af stað,fékk hlauparahné,bólgin ökkla svona minni meiðsli,svo hef ég tognað í kálfa og fengið ristarbrot (álagsbrot)
- Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup?
Er byrjuð að lyfta og í warm fit með Brynju og Erlu í hlaupahópnum kl 5:30 á nóttinni
- Helstu áhugamál ?
Hlaup,vera með fjölskyldu og vinum svo finnst mér voða gaman að prjóna
- Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Er núna á Adidas energy boost og fíla þá vel hef annars alltaf hlaupið á Asics
- Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Bæði götu og utanvegar,skiptir ekki máli þegar ég á svona skemmtilega hlaupafélaga
- Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Fyrir æfingu banana,hrökkbrauð,fyrir keppni finnst mér fínt að fá mér hafragraut
- Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Dettur bara ekkert í hug í augnablikinu
- Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Ég og fleiri hlaupafélagar vorum fengin til að hlaupa í Kringlunni með Pétri Jóhanni þegar hann var að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið,ég var búin að vera að drepast í ristinni og alltaf að reyna að hlaupa,en við ætluðum semsagt að hlaupa í Kringlunni og hlaupa svo heim í Hafnarfjörðinn,Auður var líka slæm í löppinni og við ætluðum sko bara að hlaupa þetta úr okkur,báðar alveg að drepast og alltaf versnaði verkurinn hjá okkur báðum,en við ætluðum og fórum alla leið, ég hljóp ekki í fimm mánuði á eftir, með stóra sprungu í ristinni og Auður líka brotin og var frá í nokkra mánuði.
———————————————————————————
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Brynja Björg Bragadóttir
2. Uppáhalds litur ?
Blár
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Er gaflari í húð og hár og er ekkert á leið úr Firðinum
4. Við hvað starfar þú ?
Grunnskólakennari og kenni í Áslandsskóla
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Hef verið með frá upphafi eða 19. janúar 2010 sem segir okkur að það styttist í 5 ára afmælið 🙂
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Var aðeins byrjuð að skokka áður en Hlaupahópurinn byrjaði. Kristín Högna vinkona mín og fyrrum samstarfsfélagi hélt mér við efnið og við töluðum lengi vel ekki um annað en hlaup.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já ég hef verið frekar óheppin og get til dæmis státað mig af að vera með það sem kallast plantar facitiis eða iljarfellsbólgu. Það verður bara að girða sig í brók og hætta að væla það segir Pétur þjálfari.
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Ég hjóla og syndi og finnst frábært að geta skipt á milli greina. Veturinn verður svo nýttur til að styrkja sig en það á víst að vera voða gott fyrir okkur hlauparana.
9. Helstu áhugamál ?
Fyrir utan hlaupin og hjólreiðarnar þá finnst mér gaman að ganga á fjöll og svo hugsa ég mjög mikið um mat og matargerð.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Asics Kayano hafa reynst mér best þar sem ég þarf innanfótarstyrkingu. Keypti mér Brooks Cascadia í vor til að nota utanvega og þeir eru fínir.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Að hlaupa utanvega um uppsveitir Hafnarfjarðar á góðum degi er dásamlegt. Jökulsárhlaupið var algjörlega frábært og ég á örugglega eftir að hlaupa það aftur.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Fyrir æfingar á virkum dögum á ég nú til að gleyma að borða en þegar ég man þá fæ ég mér hrísköku með hnetusmjöri eða banana. Fyrir laugardagsæfingu og keppni er það hafragrautur með kanil og banana.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Nei held ekki, reyndar sagði Elsa eitt sinn að ég væri ótrúlega hæfileikarík að geta hlaupið og talað svona mikið á meðan. Ég held reyndar að það sé frekar merki um hvað ég er í góðu formi 🙂
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Það verða til góðar sögur og minningar á hverri einustu æfingu og í hverju einasta hlaupi sem ég tek þátt í með þessum frábæra hóp.
———————————————————————————
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Hrund Guðmundsdóttir
2. Uppáhalds litur ?
Rauður og grænn en aldrei saman. Nema um jól.
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði að sjálfsögðu
4. Við hvað starfar þú ?
Hjúkrunarfræðingur á LSH
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Í apríl 2014
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Í apríl 2014, hafði fram að því ekki getað haldið út lengur en 3 mínútur án þess að stoppa.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Hef verið sérlega heppin og ekki kennt mér meins… sjö, níu, þrettán 😉
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Neibb, ætla samt að fara að styrkja mig í tækjasal í vetur með hlaupunum.
9. Helstu áhugamál ?
Er algjör bókaormur, á Kindle og hann er alltaf í töskunni Hef gaman að góðum bíómyndum, heimildarmyndum, uppistöndum og þáttum. Nýt þess að vera með fjölskyldu og vinum en við hjónin eigum 6 ára strák og 3ja ára stelpu og það er aldrei lognmolla í kringum okkur
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Á eitt par, Asics, ánægð með það í bili.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Mér er dálítið sama hvaða leið ég hleyp, kompaníið og góð músik skiptir mig mestu máli.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Banana eða hrökkbrauð með hnetusmjöri…mmmmm
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Er svo opin með allt að ég gæti ekki haldið neinum hæfileikum leyndum! Næ að setja ilina við eyrað og með tunguna upp á nef. Það er hæfileiki…
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Ég er ótrúlega kappsöm og get svolítið dottið í að fylgjast með pace-inu. Lenti svo í því þegar ég hljóp heim úr vinnunni um daginn að hlaupaúrið varð batteríslaust eftir 5 km og ég bara sver það að ég hef aldrei notið þess eins mikið að hlaupa eins og þá! Að sjá ekki tímann, hraðann og kílómetrafjöldann…bara ég, músik og vindurinn! Þá lærði ég það að hætta að stara á úrið og njóta mín meira við hlaupið. Dásamlegt Er samt ekkert hætt að nota úrið… bara stari aðeins minna á það 😉
———————————————————————————
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Halla Thoroddsen.
2. Uppáhalds litur ?
Túrkís.
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði.
4. Við hvað starfar þú ?
Ég starfa í skuldabréfateyminu hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni.
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Á byrjendanámskeiðinu í vor.
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Á byrjendanámskeiðinu í vor!
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Eftir tvær vikur af byrjendanámskeiðinu fór ég að finna fyrir verkjum í hnjánum sem urðu svo slæmir að ég gat varla gengið! Ég leitaði til Rúnars sjúkraþjálfara hjá Afli sem greindi mig með bólgur í sinum í hnjánum vegna þess að ég var í engri þjálfun. Ég þurfti að taka pásu í 4 vikur, gera styrktaræfingar annan hvern dag og mæta í nudd og laser hjá sjúkraþjálfaranum í nokkrar vikur. Sem betur fer virkaði þetta og ég hef mætt síðan samviskulega.
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Nei, var algjört sófadýr áður en ég hellti mér út í hlaupið.
9. Helstu áhugamál ?
Mér finnst best að vera heima í garðinum okkar í Setberginu við garðyrkju með eiginmanninum og leika við stelpurnar mínar tvær og landnámshænurnar okkar sem við fengum í vor. Að öðru leyti finnst mér gaman að matseld, ferðalögum, spennusögum og garða- og innanhúshönnun.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Ég á bara eina skó, Asics eitthvað. Þeir eru fínir enda þekki ekkert annað.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Mér finnst gaman að taka spretti og hlaupa Sjálandsleiðina.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Ég las á mbl.is um daginn að það hjálpi til að drekka kaffibolla um klukkustund fyrir æfingu og það virkar ágætlega, sérstaklega á laugardagsæfingunum! Annars reyni ég að hlaupa ekki á tóman maga.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Ég baka sjúklega góð gerbrauð.
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Ég hélt ég væri ein um að eiga erfitt með öndun alltaf fyrst í hlaupunum en svo sagði einhver um daginn að það væru flestir sem eiga erfitt svona fyrstu kílómetrana. Það var gott að heyra. Svo hef ég sett mér markmið að stoppa aldrei á hlaupaleiðinni, það hefur gefist vel. Að lokum mæli ég með við byrjendur að vera duglegir að styrkja hnévöðvana með sérstökum æfingum til að draga úr álagsmeiðslum.
———————————————————————————————–
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir
2. Uppáhalds litur ?
Fjólublár
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Við hvað starfar þú ?
Er iðjuþjálfi
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
19. Janúar 2010 (sem sagt verið með frá upphafi)
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
19. jan 2010 byrjaði ég formlega að æfa hlaup en hlaupið af og til í gegnum tíðina en ekki svona markvisst fyrr en þennan örlagaríka dag 19. janúar. Finnst það alltaf dálitið merkilegt að hafa byrjað að æfa hlaup um miðjan vetur, komin á miðjan aldur (eða hvenær er hann ?)
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já ég hef nú þurft að gera það nokkrum sinnum. Ég er með Lupus sjúkdóm sem hefur fylgt mér í ca 14 – 15 ár sem gerir það að verkum að ég hef verið að fá lungnabólgu, brjósthimnubólgu og bólgur í kringum hjartað. Það gengur lítið að hlaupa þegar það herjar á mig. Þá neyðist ég til að taka pásur, fer þá í sund og hjóla í staðinn. Ég legg mikið upp úr því við alla sem lenda í meiðslum eða veikindum að mæta á æfingar og hitta hópinn, ganga svo bara í staðinn eða hjóla. Svo er frábært að fara í sundið. Margir hlaupafélagar hittast í sundi kl. 11 á laugadagsmorgnum eftir hlaupaæfingar eða á kvöldin eftir hlaupaæfingar. Það er góð samvera.
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Já ég fer mikið í hot-jóga, svo hjóla ég og syndi mikið. Svo finnst mér afar gaman í fjallgöngum.
9. Helstu áhugamál ?
Þau eru nú mörg eins hreyfing (hlaupa, labba, synda, hjóla), mála myndir, prjóna, lesa, skrifa, vera í náttúrunni svo finnst mér afskaplega gaman að vera með fólki og kynnast nýju fólki og rækta vini mína og samvera með fjölskyldunni.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Bestu skórnir eru Asics skórnir. Annars er ég algjör rati í því hvað þessir skór allir heita. Kaupi bara alltaf það sama. Hleyp yfirleitt í sömu skónum utanvegar sem innanbæjar.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Mér finnst lang best að hlaupa utanvegar. Allt betra en malbikið.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Helst sem allra minnst. Jarðaberja AB mjólk með seriósi, þá er ég góð.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Já ég er t.d. mjög góð í snú, snú svo var ég ansi seig að fara í brú hér áður fyrr (hef ekki reynt það lengi) svo ég ég býsna hittin.
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Ótrúlegt nokk hefur ekkert stórvægilegt gerst með mig á hlaupunum og allt gengið stór
áfallalaust fyrir sig. En ég mæli með þvi að fólk taki sig alltaf til fyrir hlaup á kvöldin.
Sonur minn sem er mikill hlaupari, hefur lent í því að gleyma hlaupaskónum sínum
heima og þurft að fá lánaða skó hjá bróður sínum sem notar tveimur númerum minna
af skóm. Hann kláraði hlaupið en tærnar voru lengi að jafna sig og neglurnar fóru allar
lönd og leið.
Að lokum mæli ég bara með að hvetja alla í kringum ykkur til að hreyfa sig og hafa
hugfast að enginn verður betri af engu og ef maður meiðist eða veikist verður maður
bara að finna eitthvað annað til að gera. Ekki að hætta og alls ekki að loka sig af.
———————————————————————————————–
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Hjörtur Pálmi Jónsson
2. Uppáhalds litur ?
Rauður
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði frá 1994 en er Garðbæingur
4. Við hvað starfar þú ?
Framkvæmdastjóri hjá Iðnvélum ehf
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp HHFH ?
Ágúst 2012
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Ágúst 2012, Skráði mig í 10km Reykjavíkurmarath. Mætti viku fyrir hlaup á fyrstu æfingu og það sem ég heyrði þar var nú skulum við hvíla fyrir hlaupið. Það var þar sem ég gerði mér grein fyrir að hlaup þarfnast aðeins meira en viku í undirbúning.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já eiginlega altof oft, en svo sem ekki hægt að setja það allt á hlaupin
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Hef stundað Crossfit eða Boothcamp með.
9. Helstu áhugamál ?
Ferðast með fjölskyldunni.Veiði.Motocross.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Á reyndar ekki utanvegar skó en það stendur til að bæta það. Annars hef ég undanfarið notað Asics Nimbus svo á ég fína létta Asics Duomax fyrir stutt hlaup.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Mér finnst mjög skemmtilegt að hlaupa sprett æfingarnar á brautinni, annars hafa stígarnir í kringum Hvaleyravatn og þar í kring verið að heilla mig undafarið.
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Banana og kannski brauðsneið.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Já… Fer ekki að segja frá því hér, þá væru þeir ekki leyndir.
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Held ekki en skora á alla þarna úti að mæta og prófa að vera með. Það finna allir fólk á svipuðu reiki til að hlaupa með og númer 1 , 2 og 3 er að halda út 2-3 mánuði . Þá fyrst fer þetta allt að skila sér og verður auðveldara. Svo vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem koma að þjálfun og annari starfsemi í þessum hóp. Takk fyrir takk
———————————————————————————————
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Auður Þorkelsdóttir
2. Uppáhalds litur ?
Blár
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Við hvað starfar þú ?
Vinn hjá Hafnarfjarðarbæ.
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Janúar 2010
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Byrjaði af einhverju viti þegar ég mætti á fyrstu hlaupaæfingu hlaupahópsins og Pétur þjálfari gekk næstum því frá okkur ..en ég mætti á næstu æfingu og svo aftur og aftur og er enn að. Allt Pétri að þakka og þessum flottu þjálfurum okkar. Frábærir.
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Já flæktist í járndrasli á grasinu við Krikann, datt kylliflöt og brákaði rifbein. Fékk álagsbrot á sköflunginn sumarið 2013, tröppuæfing í Himnastiganum í Kópavogi. (Ekki farið þangað aftur)
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Finnst gaman að fara í Body pump, syndi einnig og hjóla smá.
9. Helstu áhugamál ?
Hlaupin, golf og margt fleira.
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Er á Asics Kayano innanbæjar og á Brokks utanvegaskó.
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Finnst gaman að hlaupa meðfram sjónum einnig gott að hlaupa á mjúkum utanvegastígum (Heiðmörk og þar um kring).
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Banana, ristað brauð.
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Já vonandi í golfinu
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Aldrei of seint að reima á sig skóna og veðrið er bara misgott.
—————————————————————————————–
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Hringur Baldvinsson
2. Uppáhalds litur ?
RAL 4010
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Garðabæ (en finnst ég vera Hafnfirðingur)
4. Við hvað starfar þú ?
Ég er flugfjarskiptamaður hjá Isavia ohf (Aironautical radio operator 😉 )
5. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
3.jan 2012
6. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
2010
7. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Nei aldrei
8. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Nei
9. Helstu áhugamál ?
Hlaup og fornbílar, á tvö stykki
10. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Asics ds pro racer 9
11. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Á malbikuðum stígum og alltaf gaman að prófa nýjar leiðir
12. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Tvær ristaðar brauðsneiðar með osti og banana og stundum smá suðusúkkulaði
13. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Tala esperanto
14. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Það var í Reykjavíkurmarathoni 2013, við Arnar vorum hlið við hlið í startinu og þegar við vorum á móts við Kvennaskólann, lítur Arnar að skólanum og segir glottandi……….
Já nei, það er best að þegja, Arnar drepur mig ef ég segi hvað hann sagði.
—————————————————————————————
1. Hvað heitir þú (fullt nafn)?
Birgit Eriksen
2. Uppáhalds litur ?
Rauður (ekki spurning!)
3. Í hvaða bæjarfélagi býrð þú ?
Hafnarfirði
4. Hvenær byrjaðir þú í Hlaupahóp FH ?
Apríl 2013
5. Hvenær byrjaðir þú að æfa hlaup ?
Þegar ég gekk í hlaupahóp FH. Hef þó grípið í hlaupaskóna við og við áður en aldrei nett að ráði.
Ég monta mig samt stundum að því að hafa hlaupið 1500 m á 6 mín 08 sek á öðru ári í menntaskóla en þá var ég virk i handbóltanum.
6. Hefur þú þurft að taka þér pásu vegna meiðsla og ef svo hvað kom fyrir ?
Varð fyrir því núna í lok maí að togna við fjallahlaup og hrasa við sömu iðju viku síðar og tók því ofurrólega í 3 vikur (sem var reyndar frekar erfitt!).
7. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup ?
Ég syndi að jafnaði x1 i viku og fer í þolfimis-, hjóla- eða styrktartíma í ræktina x2 í viku meðfram hlaupunum en hef verið löt við allt nema sundið sl. mánuði.
8. Helstu áhugamál ?
Hlaup, sund og útivist. Er mikill dýravinur.
9. Í hvernig skóm finnst þér best að hlaupa innanbæjar og/eða utanvegar ?
Asics og Brooks. Er spennt fyrir að prufa Salomon fyrir alvöru utanvegahlaup eða fjallahlaup þegar formið leyfir. Innanfótastyrktir skór henta mér best.
10. Hvaða og hvernig leið finnst þér skemmtilegast að hlaupa ?
Held upp á að hlaupa meðfram strandlengjunni eða nálægt sjó (ef það er ekki of hvasst þ.e.a.s) og finnst Álftaneshringurinn skemmtilegur. Sömuleiðis finnst mér gaman að hlaupa í Heiðmörk. Uppáhaldið er utanvegahlaup.
11. Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu og/eða keppni ?
Brauð með osti og/eða banana. Vatn og/eða undanrenna.
12. Lumar þú á leyndum hæfileikum ?
Nei
13. Að lokum, lumar þú á góðri sögu eða reynslu sem þú vilt deila með okkur hinum ?
Aldrei of seint að byrja. Held að það sé vænlegast til árangurs að blanda saman mismunandi tegundir af líkamsrækt. Fyrir hlaupara er nauðsynlegt að stunda styrktaræfingar og teygja vel eftir og jafnvel fyrir æfingar. Góðar jógateygjur klikka ekki. Svo þarf að passa að drekka vatn og meira vatn.
Það hefur komið mér mjög skemmtilega á óvart að veðrið er oftast betra enn ég held þegar ég fer af stað og að mér skyldi ekki verða kalt á hlaupum i roki og rigningu. Mæli hins vegar með að hafa flíspeysu eða lopapeysu meðferðis á köldum dögum til að skella sér i eftir hlaup þvi maður kolnar fljótt niður eftir æfingu.
——————————————————-
Nafn: Kristín Högnadóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði, hef búið hér síðustu 16-18 árin. Annars er ég utan að landi
– frá Fáskrúðsfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði með HHFH um leið og hópurinn var stofnaður í janúar 2010.
16.05.2012
.
—————————————————-
Nafn: Brynja Björg Bragadóttir.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Fædd og uppalin í Hafnarfirði, Gaflari í húð og hár.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Hef verið með frá fyrsta degi 19.janúar 2010.
09.05.2012
.
———————————————————–
Nafn: Anna Sigríður Arnardóttir, er alltaf kölluð Anna Sigga
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 22. nóvember 2011
02.05.2012
.
———————————————–
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Febrúar 2010
26.04.2012
.
———————–
Nafn: Sveinbjörn Sigurðsson.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Á besta stað í Hafnarfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Með frá byrjun í janúar 2010.
12.04.2012
.
————————————–
Nafn: Erla Eyjólfsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH:Ég hef verið með frá upphafi, mætti á fyrstu æfingu hópsins 19. janúar 2010.
03.04.2012
.
——————–
Nafn: Inga Eiríksdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég var mætt á fyrstu æfingu hjá HHFH 19 janúar 2010
21.03.2012
.
———————————————–
Nafn: Margrét Björg Karlsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Þann 19. janúar 2010
14.03.2012
—————————————-
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði að æfa í september 2010.
08.03.2012
—————————————-
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Fædd á Sólvangi Hafnarfirði og bý í Hafnarfirði sannur Gaflari
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég mætti fyrst í Janúar 2011 en mætti nokkuð stopult en byrjaði svo að mæta samviskusamlega í júní 2011 og hleyp að meðaltali 2 í viku er alltaf á leiðinni að mæta á laugardögum.
01.03.2012
.
——————————
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Vorið 2010
22.02.2012
——————
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði, hvar annars staðar?
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Fyrsta skráða æfingin mín var 23. janúar 2010, 5 km í brjáluðu roki. Sennilega erfiðasta æfingin.
17.02.2012
.
——————————
Nafn: Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirðinum
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Á laugardeginum 23. janúar 2010
08.02.2012
.
—————————
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Þann 19. janúar 2010
31.01.2012
.
———————–
Nafn: Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 19. janúar 2010 – hvenær annars!
24.01.2012
—————–
Nafn: María Kristín Gröndal
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði, en er og verð alltaf Seltirningur
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Held það hafi verið í apríl 2010
Meira …
19.01.2012
—————
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég er algjör Hafnfirðingur í húð og hár og allt mitt fólk og hef alltaf búið þar utan nokkur menntaskólaár er ég bjó á Laugarvatni.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 19. janúar 2010 – því ég er einn af stofnendum hlaupahópsins með þeim Pétri, Frey Silju og Steini.
Meira …
22.12.2011
————————–
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í Hafnarfirðnum
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði í október 2010 og sé ekki efir því, frábær hópur.
12.12.2012
———————
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í hjartkæra Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég held í janúar á þessu ári sem sagt bráðum 1 ár.
06.12.2012
————–
Nafn: Hrönn Árnadóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í stórborginni Hafnarfirði og vil sko hvergi annars staðar vera
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Í byrjun maí 2011
29.11.2011
.
——————–
Nafn: Steinunn Þorsteinsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í Hafnarfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH:Fyrir ári síðan – í október 2010.
25.11.2011
.
——————–
Nafn: Auður Þorkelsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Verið með frá upphafi.
21.11.2011
—————–
Nafn: Pétur Smári Sigurgeirsson
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég stofnaði hópinn ásamt ásamt Silju, Heiðu, Hrönn, Frey og Steini og hef verið með frá fyrstu æfingu.
18.11.2011
——————–
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Dásamlega svefnbænum, Garðabæ – bænum sem við elskum að hlaupa í!
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Í byrjun maí 2011 og sé ekki eftir því.
16.11.2011
——————–
Nafn: Anna Eðvaldsdóttir
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í hinum dásamlega bæ Hafnarfirði (mér finnst eiginlega að við ættum að kalla Hafnarfjörð borg!)
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég fór á stofnhlaupaæfingu með HHFH og hef hlaupið 3-4x í viku síðan þá eða í janúar 2009.
11.11.2011