Félagakynning

Nú kynnumst við Þórdísi.

Nafn: Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 19. janúar 2010 – hvenær annars!

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Fjallgöngur og golf.

Á hverngi skóm hleypur þú: Eins og er hleyp ég á Brooks Glycerin 9 (með nánast áföstum gormum), Saucony fastwitch sem keppnis og innanhússkó, að ógleymdum Nike gaddaskóm árgerð 1986 sem ég dreg fram á örlagastundum eins og innanhúss öldungamótum.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Sjaldan núorðið. Ef ég er ein hleyp ég stundum með útvarpið á.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Að sjálfsögðu.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Komast undir 45 mín í 10 km og 3.30 klst í maraþoni.

Hvers vegna HHFH: Frábær félagsskapur sem er mjög hvetjandi ásamt skipulögðum æfingum.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Vinnan og golfið.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Félagakynning

  1. Guðni sagði:

    Flott Þórdís!
    Þú gleymir að nefna bóndann sem líka er að hlaupa með þér! Eða kannski vantaði spurningu sem býður upp á þær upplýsingar. Þú veist að þegar Hafnfirðingar vilja vita hver er hver þá er spurt um fjölskylduna En það eru þó nokkuð mörg pör í hlaupahópnum.
    Ekki spurning að þú ferð undir 45 mín 10 km og það verður spennandi að sjá hvernig okkur gengur í Berlín, þar eigum við sameiginlegt markmið!

Lokað er á athugasemdir.