Hlaupahópur FH var stofnaður þann 19. janúar 2010 og í dag er hópurinn einn af stærstu hlaupahópum í landinu, ef ekki sá stærsti. Hópurinn æfir fjórum sinnum í viku. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 er hlaupið frá Kaplakrika. Á laugardögum er hlaupið frá Suðurbæjarlaug og er lagt af stað kl. 09:00 (kl. 8:30 á sumrin). Yfir vetrartímann eru einnig æfingar innanhúss í Kaplakrika á mánudögum kl. 19:30. Sumrin nýtum við í utanvegaæfingar og eru skipulagðar utanvegaæfingar á mánudögum, víðsvegar um uppland Hafnarfjarðar kl. 17:30.
Það eru fjölbreyttar æfingar í hlaupahópnum, við erum reglulega með spretti, tempó, millilöng hlaup, róleg hlaup og fleira á virkum dögum en á laugardögum er lagt áherslu á langt og rólegt hlaup.
Iðkendur skiptast í hópa eftir getu og eiga allir að geta fundið sér hóp við hæfi.
Þjálfarar hópsins eru:
Anna Sigríður Arnardóttir
Arna Friðriksdóttir
Arnar Ragnarsson
Svanur Karlsson
Hreiðar Júlíusson
Kolbrún Kristínardóttir (kolla79@gmail.com)
Stjórnarmenn eru:
Birna Björk Árnadóttir – meðstjórnandi
Gunnhildur Ásta Traustadóttir – gjaldkeri
Kolbrún Kristínardóttir – formaður (kolla79@gmail.com)
Veigur Sveinsson – meðstjórnandi (veigur@aflid.is)
Æfingagjöld fyrir árið eru kr. 19.000- sem greiðist í tvennu lagi.
Skráningu skal senda á netfangið gunnhildurasta@gmail.com
Bankaupplýsingar hlaupahópsins eru: 0327-26-9036 og kennitala 681189-1229.
Síðan sem við notum fyrir hlaupahópinn er á Facebook og er einungis fyrir skráða félaga í hópnum:
Hlaupahópur FH