Posts by heidarbk:

    Fyrirlestur á vegum Framfara

    mars 17th, 2014

    Félagi okkar, Friðleifur Friðleifsson, mun halda erindi á fræðslufundi Framfara þann 19. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla og hefst kl 20. Friðleifur mun í erindinu fjalla um reynslu sína af utanvegahlaupum með sérstakri áherslu á CCC- hlaupið (rúmir 100km) sem hann tók þátt í síðasta sumar. Hann mun fjalla um undirbúning, æfingaáætlun og keppni sem og upplifun sína af CCC-hlaupinu sem er hlaupið við rætur Mount Blanc.

    Friðleifur hefur síðustu ár verið einn allra besti utanvegahlaupari Íslands og unnið fjöldamörg hlaup auk þess að eiga þriðja besta tímann á Laugaveginum. Friðleifur var kjörinn ofurhlaupari ársins í karlaflokki fyrir árið 2013 en hann hafnaði í 18.sæti af tæplega 2000 í CCC hlaupinu í Ölpunum en vegalengdin sem hlauparar fara þar er 101 km.

    Einnig mun Sigður Pétur Sigmundsson þjálfari og fyrrverandi Íslandsmethafi í maraþonhlaupi fjalla um þjálfun þeirra sem stefna á mismunandi tíma í maraþonum. Fyrirlestur hans nefnist: „Hvað þarf til að hlaupa maraþonhlaup á 3:30 klst., 3:15 klst. og undir 3 klst.”

    Sem fyrr segir eru fyrirlestrarnir  19. mars næstkomandi og hefjast klukkan 20:00 í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla og er aðgangseyrir kr. 1000 fyrir fullorðna en frítt er fyrir 16 ára og yngri (ekki hægt að greið a með korti).

    Framfarir er hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara sem hefur það að markmiði að styðja við framgang í lengri hlaupum, styðja við bakið á afreksfólki auk þess að standa fyrir hlaupaviðburðum og fræðslufundum.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur á vegum Framfara

    Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run

    mars 11th, 2014

    Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run verður haldið í fyrsta sinn laugardaginn 3. maí.

    Volcano Trail Run er fyrsta keppnishlaupið sem fer eingöngu fram í Þórsmörk á hinni vinsælu gönguleið Tindfjallahring.

    Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal og byrjað er að hlaupa sem leið liggur inn Húsadalinn áleiðis á Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið Krossáraura að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275m hækkun) og niður aftur að vestanverðu og endað á sama stað í Húsadal.

    Hlaupaleiðin.

    Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á hlaup.is og heimasíðu hlaupsins.

    Er þetta eitthvað fyrir spræka FH hlaupara?

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run

    2014

    janúar 3rd, 2014

    2014 gekk í garð á réttum tíma og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hlaupamarkmiðum ársins.

    Hvað á að afreka?

    • Hlaupa lengra en í fyrra
    • Taka þatt í fleiri keppnum
    • Hlaupa fyrsta 10 km. keppnishlaupið
    • Taka þátt í sinni fyrstu keppni
    • Taka þátt í hálfu þoni í fyrsta sinn
    • Hlaupa Laugaveginn
    • Hlaupa heilt maraþon
    • Jökulsárhlaupið
    • Laugavatnshlaupið
    • Bæta tíma sína ákveðnum vegalengdum
    • Vera duglegri að mæta á æfingar
    • Létta sig – þá ganga hlaupin betur

    Það er nánast hægt að halda endalaust áfram en málið er að setja sér raunhæf markmið sem þó eru krefjandi … og standa við þau.  Ef maður heltist úr lestinni er um að gera að gefast ekki upp heldur halda áfram á sínum  hraða og á sínum forsendum og koma þannig sterk(ur) til baka.

    Árið 2014 verður án efa viðburðarríkt og skemmtilegt hjá okkur í hlaupahópi FH. Markmiðin verða stærri hjá mörgum og hraði og geta aukast með hverri æfingunni en aðal málið er að hafa gaman af og njóta þess að hlaupa með góðu og skemmtilegum félögum.  Og koma brosandi í mark, hvort sem er í keppni eða lok æfingar.

    Þetta verður síðasti pistill undirritaðs sem síðuskrifara hhfh.is og umsjónarmanns fésbókarsíðu hlaupahópsins.  Nú tekur nýr aðili við, hver það verður kemur í ljós.

    Komaso.

    Heiðar Birnir

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við 2014

    VIKA 1

    desember 30th, 2013

    Það verður ekki hefðbundin æfing á morgun, Gamlársdag, en þess í stað eru félagar hvattir til að taka þátt í Gamlárshlaupi ÍR, sem að mörgum er talið vera eitt skemmtilegasta hlaup ársins.

    Forskráningu lýkur á miðnætti í kvöld og eru þátttakendur hvattir til að notfæra sér forskráninguna.  Veðurspáin er alveg þokkaleg, svo það stefnir í stuð og skemmtilegheit.

    Á fimmtudag er svo æfing samkvæmt áætlun.

    Allra bestu óskir um gleði- og ánægjulegt hlaupaár 2014!

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við VIKA 1

    Val á langhlaupara ársins 2013 hjá Hlaup.is

    desember 29th, 2013

    Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og alla þá sem tilnefndir verða. Einnig verður dregið úr nöfnum þeirra sem kjósa og veitt vegleg útdráttarverðlaun.

    Í ár verða valdir bestu langhlauparar ársins 2013 bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvað eina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

    Lesendum hlaup.is er boðið að senda inn tilnefningar ásamt stuttri greinargerð um afrek viðkomandi á árinu fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar. Hver aðili má tilnefna eins marga hlaupara og hann vill.

    Þann 9. janúar mun hlaup.is birta helstu tilnefningarnar sem kosið verður um og verður þá opnað fyrir kosningu um langhlaupara ársins. Lesendur hafa þá 10 daga til að kjósa hér á hlaup.is en tilkynnt verður um sigurvegara helgina 19.-20. janúar með formlegri verðlaunaafhendingu.

    Vinsamlegast sendið tilnefningar á netfangið torfi(hjá)hlaup.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar.

    Allar nánari upplýsingar eru á hlaup.is undir Ársbesta/Langhlaupari ársins 2013.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Val á langhlaupara ársins 2013 hjá Hlaup.is

    Gamlárshlaup ÍR

    desember 27th, 2013

    ÍR

    Forskráning í 38. Gamlárshlaup ÍR stendur nú yfir. Það ríkir ávallt mikil gleði og stemning í Gamlárshlaupi ÍR, en skapast hefur sú hefð að hlauparar mæti í búningum sem setur skemmtilegan svip á hlaupið. Á Hörputorgi gefst svo hlaupurum og áhorfendum kostur á að gæða sér á kakó og kleinum gegn vægu gjaldi.

    Veitt verða verðlaun fyrir bestu búningana auk hátt í 100 útdráttarverðlauna af ýmsum toga. Afreksvörur og Intersport gefa vinninga fyrir 1.-3. sæti í flokki karla og kvenna. Hlauparar sem hljóta útdráttarverðlaun fá afhenta miða þegar þeir koma í mark og verða að vitja vinninga inni í Hörpunni. Allir 15 ára og yngri fá þátttökupeninga sem jafnframt þarf að vitja inni í Hörpunni, en eldri hlaupurum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Með skráningargögnum fylgir inneign í Intersport.

    Frekari upplýsingar má finna á skráningarsíðu hlaupsins á haup.is.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Gamlárshlaup ÍR

    Æfingar um jól og áramót

    desember 22nd, 2013

    Jæja gott fólk.  Þá er jólavikan runnin upp enn og aftur.  Það er ár síðan síðast en í raun viriðst það vera mun styttra!

    Æfingaáætlun vikunnar er svohljóðandi:

    • Þriðjudagur 24. des: frí.
    • Fimmtudagur  26. des: Kirkuhlaup með Haukum kl: 10:30 – eða kirkjuhlaupið á Seltjarnarnesi – gott spjallskokk 🙂
    • Laugadagur 28. des: Hefðbundin æfing.
    • Þriðjudagur 31. des: Ekki hefðbundin æfing en þá er um að gera að fjölmenna í Gamlárshlaup ÍR. Strápils, freyðivín og skemmtilegt fólk.

    Svo er ekki úr vegi að bregða sér í spandexið milli mála og hlaupa um Hafnarfjörðinn 🙂

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Æfingar um jól og áramót

    Kirkjuhlaup með Skokkhópi Hauka

    desember 18th, 2013

    Okkar ágætu félagar í Hukum ætla að vera með kirkjuhlaup á öðrum degi jóla og bjóða okkur að skokka með sér.

    Hugmyndin er að heimsækja kirkjur og klaustur á stór -Hafnarfjarðarsvæðinu, hlaupaleiðin er um 14 km. en hægt er að stytta leiðina.  Lengsti krókurinn er út að Garðakirkju og auðvelt er að stytta með því að sleppa þeim krók.

    Þetta er alls ekkert keppnishlaup, ætlunin er spjalla og njóta.  Stoppa við hverja kirkju til að þétta hópinn.

    Lagt verður af stað frá Ástjarnarkirkju, presturnn þar ætlar að messa örlítið yfir hópnum og koma honum af stað.  Endastöðin er einnig þar og verður boðið upp á kaffi, kakó og jafvel bakkelsi.

    ·        Annar í jólum

    ·        kl. 10:30

    ·        Ástjarnarkirkja

    ·        ca. 14km

    ·        Njóta og skokka … 🙂


    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Kirkjuhlaup með Skokkhópi Hauka

    VIKA 51

    desember 15th, 2013

    Það er vetrarríki á landinu þessa dagana og fyrir vikið eru æfingarnar ekki eins fjölmennar og ella, eins er jólastússið að ná hámarki þessa vikuna.  En það er um að gera að gefa sér smá tíma til að reima á sig hlaupaskóna og skokka smá hring.

    Í vikunni brjótum við upp fimmtudagsæfinguna og í stað hefðbundinnar æfingar verður jólaljósa kakóhlaupið okkar –  það er um að gera að mæta með jólasveinahúfur, í einhverju rauðu, með jólaseríur hangandi á sér eða ganga alla leið og mæta bara í jólasveinabúning …

    Hlaupið verður frá Kaplakrika á hefðbundnum tíma og þegar við komum þangað aftur bíður okkar kakó, kruðerí og ljúf jólatónlist.

    Endilega mæta og taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi.

    Kaldárhlaupið fór fram í dag.  Hægt er að skoða frá bærar myndir frá félaga Guðna hér.  Úrslitin verða birt á hlaup.is.

    Enn leitum við að að aðila til að taka við heimasíðunni okkar. Áhugasömum er bent á að senda póst á síðuhaldara, hbirnir(a)gmail.com sem veitir frekari upplýsingar.

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við VIKA 51

    Frjálsíþróttahúsið sýnt!

    desember 10th, 2013

    Næstkomandi föstudag, 13. desember kl. 16-18:30 verður opið hús í Krikanum.
    Þá mun okkur gefast tækifæri til að skoða og fá kynningu á nýja frjálsíþróttahúsinu sem fljótlega verður tekið í notkun.

    Fjölmennum og höfum gaman af skoðunarferð um húsið.

    Komaso

    Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

    Slökkt á athugasemdum við Frjálsíþróttahúsið sýnt!