VIKA 51

Það er vetrarríki á landinu þessa dagana og fyrir vikið eru æfingarnar ekki eins fjölmennar og ella, eins er jólastússið að ná hámarki þessa vikuna.  En það er um að gera að gefa sér smá tíma til að reima á sig hlaupaskóna og skokka smá hring.

Í vikunni brjótum við upp fimmtudagsæfinguna og í stað hefðbundinnar æfingar verður jólaljósa kakóhlaupið okkar –  það er um að gera að mæta með jólasveinahúfur, í einhverju rauðu, með jólaseríur hangandi á sér eða ganga alla leið og mæta bara í jólasveinabúning …

Hlaupið verður frá Kaplakrika á hefðbundnum tíma og þegar við komum þangað aftur bíður okkar kakó, kruðerí og ljúf jólatónlist.

Endilega mæta og taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi.

Kaldárhlaupið fór fram í dag.  Hægt er að skoða frá bærar myndir frá félaga Guðna hér.  Úrslitin verða birt á hlaup.is.

Enn leitum við að að aðila til að taka við heimasíðunni okkar. Áhugasömum er bent á að senda póst á síðuhaldara, hbirnir(a)gmail.com sem veitir frekari upplýsingar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.