Kirkjuhlaup með Skokkhópi Hauka

Okkar ágætu félagar í Hukum ætla að vera með kirkjuhlaup á öðrum degi jóla og bjóða okkur að skokka með sér.

Hugmyndin er að heimsækja kirkjur og klaustur á stór -Hafnarfjarðarsvæðinu, hlaupaleiðin er um 14 km. en hægt er að stytta leiðina.  Lengsti krókurinn er út að Garðakirkju og auðvelt er að stytta með því að sleppa þeim krók.

Þetta er alls ekkert keppnishlaup, ætlunin er spjalla og njóta.  Stoppa við hverja kirkju til að þétta hópinn.

Lagt verður af stað frá Ástjarnarkirkju, presturnn þar ætlar að messa örlítið yfir hópnum og koma honum af stað.  Endastöðin er einnig þar og verður boðið upp á kaffi, kakó og jafvel bakkelsi.

·        Annar í jólum

·        kl. 10:30

·        Ástjarnarkirkja

·        ca. 14km

·        Njóta og skokka … 🙂


Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.