2014

2014 gekk í garð á réttum tíma og því er ekki úr vegi að velta fyrir sér hlaupamarkmiðum ársins.

Hvað á að afreka?

  • Hlaupa lengra en í fyrra
  • Taka þatt í fleiri keppnum
  • Hlaupa fyrsta 10 km. keppnishlaupið
  • Taka þátt í sinni fyrstu keppni
  • Taka þátt í hálfu þoni í fyrsta sinn
  • Hlaupa Laugaveginn
  • Hlaupa heilt maraþon
  • Jökulsárhlaupið
  • Laugavatnshlaupið
  • Bæta tíma sína ákveðnum vegalengdum
  • Vera duglegri að mæta á æfingar
  • Létta sig – þá ganga hlaupin betur

Það er nánast hægt að halda endalaust áfram en málið er að setja sér raunhæf markmið sem þó eru krefjandi … og standa við þau.  Ef maður heltist úr lestinni er um að gera að gefast ekki upp heldur halda áfram á sínum  hraða og á sínum forsendum og koma þannig sterk(ur) til baka.

Árið 2014 verður án efa viðburðarríkt og skemmtilegt hjá okkur í hlaupahópi FH. Markmiðin verða stærri hjá mörgum og hraði og geta aukast með hverri æfingunni en aðal málið er að hafa gaman af og njóta þess að hlaupa með góðu og skemmtilegum félögum.  Og koma brosandi í mark, hvort sem er í keppni eða lok æfingar.

Þetta verður síðasti pistill undirritaðs sem síðuskrifara hhfh.is og umsjónarmanns fésbókarsíðu hlaupahópsins.  Nú tekur nýr aðili við, hver það verður kemur í ljós.

Komaso.

Heiðar Birnir

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.