Það verður ekki hefðbundin æfing á morgun, Gamlársdag, en þess í stað eru félagar hvattir til að taka þátt í Gamlárshlaupi ÍR, sem að mörgum er talið vera eitt skemmtilegasta hlaup ársins.
Forskráningu lýkur á miðnætti í kvöld og eru þátttakendur hvattir til að notfæra sér forskráninguna. Veðurspáin er alveg þokkaleg, svo það stefnir í stuð og skemmtilegheit.
Á fimmtudag er svo æfing samkvæmt áætlun.
Allra bestu óskir um gleði- og ánægjulegt hlaupaár 2014!