Val á langhlaupara ársins 2013 hjá Hlaup.is

Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir sigurvegara og alla þá sem tilnefndir verða. Einnig verður dregið úr nöfnum þeirra sem kjósa og veitt vegleg útdráttarverðlaun.

Í ár verða valdir bestu langhlauparar ársins 2013 bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvað eina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Lesendum hlaup.is er boðið að senda inn tilnefningar ásamt stuttri greinargerð um afrek viðkomandi á árinu fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar. Hver aðili má tilnefna eins marga hlaupara og hann vill.

Þann 9. janúar mun hlaup.is birta helstu tilnefningarnar sem kosið verður um og verður þá opnað fyrir kosningu um langhlaupara ársins. Lesendur hafa þá 10 daga til að kjósa hér á hlaup.is en tilkynnt verður um sigurvegara helgina 19.-20. janúar með formlegri verðlaunaafhendingu.

Vinsamlegast sendið tilnefningar á netfangið torfi(hjá)hlaup.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 8. janúar.

Allar nánari upplýsingar eru á hlaup.is undir Ársbesta/Langhlaupari ársins 2013.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.