Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run

Víðavangshlaupið, Þórsmörk Volcano Trail Run verður haldið í fyrsta sinn laugardaginn 3. maí.

Volcano Trail Run er fyrsta keppnishlaupið sem fer eingöngu fram í Þórsmörk á hinni vinsælu gönguleið Tindfjallahring.

Hlaupið hefst við skála Volcano Huts í Húsadal og byrjað er að hlaupa sem leið liggur inn Húsadalinn áleiðis á Laugaveginn. Þegar komið er upp úr Húsadal er beygt af leið til hægri í áttina að Langadal og farið af stígnum upp á Slippugilshrygg og meðfram honum þar til stígurinn liggur niður í Slippugilið. Þá er beygt til vinstri áleiðis að Tindfjallasléttu og svo niður Stangarháls að Stóraenda. Þaðan er hlaupið Krossáraura að Langadal og stefnan tekin upp Valahnúk (275m hækkun) og niður aftur að vestanverðu og endað á sama stað í Húsadal.

Hlaupaleiðin.

Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á hlaup.is og heimasíðu hlaupsins.

Er þetta eitthvað fyrir spræka FH hlaupara?

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Hlaup. Bókamerkja beinan tengil.