Hlaupahópur FH er fyrir alla og alla aldurshópa, enda er aldur líka afskaplega afstætt hugtak. Félaginn sem við kynnumst í dag er 65 ára, eldhress og með mörg járn í eldinum.
Nafn: Þorsteinn Ingimundarson
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í hjartkæra Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég held í janúar á þessu ári sem sagt bráðum 1 ár.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já er í garpasundi SH 2svar í viku þriðjud og fimmtd. Frá 19:50-20:50 á eftir hlaupunum. Einnig sjósundi einu sinni í viku, á mánud. Kl 18.
Á hverngi skóm hleypur þú: Reebok premier road plus nr 46 hundómerkilegir, nógu
góðir fyrir gamlan kall.
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Aldrei þegar ég
hleyp. Í vinnu heyrnahlífar með útvarpi, gufan útí eitt.
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Því miður ekki, en stendur vonandi til bóta.
Hver eru hlaupamarkmið þín: Langar í hálft maraþon
Hvers vegna HHFH: Bý í Setberginu því stutt að fara, svo er FH mitt félag. Hafði hlaupið einn og fannst ég staðnaður. HHFH er frábær hópur.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaup? Er í píanótímum hjá Tónheimum. Á stóra fjölskyldu, barnabörn sem ekki er síður áhugamál.