Vika 49

Það er óhætt að segja að það sé nóg í boði fyrir okkur í HHFH þessa vikuna.  Fyrir utan hefðbundnar æfingar, er okkur boðið í heimsókn, það eru keppnir í gangi og námskeið.

Vikuáætlunina má finna hér!

Veðrið hefur alltaf smá áhrif á mætingu á æfingar, en það er nokkuð ljóst að í hlaupahópnum eru naglar sem láta smá frost og snjó ekki á sig fá, heldur mæta og taka á því!

Nokkrir punktar næstu viku:

  • 6. desember: Æfing samkvæmt áætlun.
    Heimsókn í Fjallakofann strax eftir æfingu.  Kakó og eitthvað gott.
    Um kvöldið er SmartMotion námskeið fyrir þá sem ætla á það.
  • 8. desember: Æfing samkvæmt áætlun.
    Nýliðarnir eru að hlaupa 5 km. í fyrsta sinn án þess að stoppa og er ætlunin að allur hópurinn fylgi þeim.  Um kvöldið er þriðja Powerade hlaup vetrarins og væntanlega taka einhverjir félagar þátt.
  • 10. desember: Laugardagshlaup rólegt.
  • 11. desember: Kaldárhlaupið.  10 kílómetra hlaup frá Kaldárseli niður í miðbæ.

Munið eftir að skrá ykkur á hlaup.com.  Alltaf gaman að fylgast með æfingum sínum og sjá framfarirnar.

Þetta verður frábær vika.  KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.