Félagakynning

Þórunn setur sér flott markmið fyrir sumarið.

Nafn: Þórunn Unnarsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Fædd á Sólvangi Hafnarfirði og bý í Hafnarfirði sannur Gaflari

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég mætti fyrst í Janúar 2011 en mætti nokkuð stopult en byrjaði svo að mæta samviskusamlega í júní 2011 og hleyp að meðaltali 2 í viku er alltaf á leiðinni að mæta á laugardögum.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Nei ekki lengur en ég kenndi hot yoga í 2 ár eða þangað til í nóvember 2011

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Nimbus 13

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Nei ekki á æfingum en ég nota tónlist þegar ég keppi og hún er nokkuð taktföst.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já alltaf.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Mig langar að hlaupa 5km undir 22 mínútur í sumar og 10km á 45 mín.

Hvers vegna HHFH: Besti hlaupahópurinn

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Ég reyni að borða vel í hádeginu helst heitan mat, pasta með kjöti og svo um 3 leytið fæ ég mér banana og hámark eða bý mér til smoothie.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já litla drenginn minn algjörlega heltekin af honum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.