Flott þriðjudagsæfing

Það voru um 65 manns sem mættu á æfingu nú undir kvöld.  Á dagskránni voru 6-8 km. rólegir, fyrir hóp 1 og 9-12 km. rólegir, fyrir hóp 2.  Í upphafi kom smá haglél, en það varð ekkert úr því og veðrið var alveg skaplegt.

Að þessu sinni hvíldum við okkur á Garðabæjarhring en þess í stað var hlaupið um Setbergið, niður með læknum og eftir strandlengjunni.  Þau sem hlupu lengra fóru að Hrafnistu og þaðan heim í kapla en styttri hópurinn fór upp Hraunbrúnina, og í Kapla.

Í lokin var spjallað yfir góðum teygjum.

Stjórn HHFH er að velta fyrir sér hvort meðlimir Hlaupahópsins hafi áhuga á að fjölmenna vestur á firði í sumar og taka þátt í Hlaupahátíðinni.  Hlaupahátíðin á Vestfjörðum verður haldin helgina 13. – 15. júlí nk og er það í fjórða sinn sem hún er haldin.

Hér til hliðar er könnun varðandi ferðina, endilega takið þátt.  Stjórnin mun í kjölfarið kanna með húsnæði og aðstöðu fyrir hópinn.

Sjáumst hress á fimmtudagsæfingunni.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.