Félagakynning

Það telst til tíðinda ef Tobbu vantar á æfingu.  Hér fáum við að kynnast henni aðeins.

Nafn: Þorbjörg Ósk Pétursdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirðinum

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Á laugardeginum 23. janúar 2010

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já, er með kort í Hress, fer í tabata-tíma, stöðvaþjálfun og hot yoga.

Á hvernig skóm hleypur þú: Ascis Nimbus 13 en langar næst að prófa Brooks

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Tek Ipodinn með á æfingar og hlusta á meðan ég skokka upp í Kapla eða út í sundlaug en slekk þegar ég hleyp með félögunum. Nota hann hins vegar alltaf þegar ég er að keppa. Um jólin setti ég inn á Ipodinn slatta af íslenskum lögum t.d. Jónasi Sig og Mugison og einn hlaupatakt á milli laga.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, alla hreyfingu.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Að klára Laugaveginn með sóma og án sársauka. Annars stefni ég núna á að ná bætingu í 5 km hlaupunum hjá FH og einnig að ná undir 48 mín í 10 km í sumar.

Hvers vegna HHFH: Í mínu hverfi og gott félag.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Á laugardögum er það hafragrautur.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já, t.d. ljósmyndun og fjallgöngur sem reyndar hefur þurft að víkja fyrir hlaupunum. Er einnig komin með örlitla veiðidellu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.