VIKA 7

Það er búið að vera ljómandi gott veður um helgina og viðrað vel til hlaupa.  Enda má sjá á hlaup.com að félagar hlaupahópsins hafa verið duglegir við æfingar um helgina.

Samkvæmt veðurspám verður veðrið þokkalegt fyrripart vikunnar en svo fer að kólna.  Við látum það ekkert á okkur fá enda ýmsu vön.  Munum þó að klæða okkur eftir veðri.

Hvað viljið þið sjá hér á síðunni, í hvaða átt viljið þið sjá síðuna þróast?  Endilega komið með hugmyndir og sendið þær á; hbirnir(hjá)gmail.com

Æfingaáætlun vikunnar er hér – brekkusprettir og annað skemmtilegt.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.