Hinn eini sanni ritstjóri er á ferðinni í dag…
Nafn: Guðni Gíslason
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði, hvar annars staðar?
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Fyrsta skráða æfingin mín var 23. janúar 2010, 5 km í brjáluðu roki. Sennilega erfiðasta æfingin.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já, ég er aldrei kyrr, stigar eru í uppáhaldi og svo hraunin í kringum Hafnarfjörð. Hef aldrei stundað líkamsræktarstöðvar.
Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Kayano 17 sem voru að skríða yfir 1000 km og eldri Asics Nimbus 11. Þarf að fara að fá mér nýja. Svo prófaði ég takkaskóna hans Steins í 200 m hlaupi – stórbætti tímann minn 🙂
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Aðeins tónlist umhverfisins. Aldrei með neitt í eyrunum.
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, alltaf.
Hver eru hlaupamarkmið þín: Þau eru alltaf að breytast. Ég ætlaði aldrei að hlaupa 10 km og hvað þá maraþon, en er búinn að skrá mig í Berlínarmaraþonið í haust sem ég stefni á að hlaupa undir 3,30 klst. Það væri ljúft ef það tækist. Svo vill maður alltaf bæta sig í öðrum vegalengdum og næst er að bæta tímann í 5 km hlaupinu næsta fimmtudag, fara undir 22 mín. Fyrsta árið hljóp ég 465 km, annað árið hljóp ég 1242 km og nú er stefnt á enn öflugri æfingum en mér á að takast að ná markmiðum í maraþoninu. Annars er helsta markmiðið hjá mér að hafa bara gaman af þessu.
Hvers vegna HHFH: Hópurinn var eins og útrétt hönd fyrir mig eftir að hafa árangurslaust reynt að fara einn út að hlaupa. Þetta er bara svo bráðskemmtilegur hópur og ef það væri ekki fyrir skemmtilega hlaupafélaga, þá væri ég ekki að hlaupa. Ekki saka góðir og skemmtilegir þjálfarar.
Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Ég er oftast illa étinn fyrir seinnipartsæfingarnar, haf aldrei náð góðum takti fyrir þær en borða bara mitt Weetabix 1,5 tímum fyrir laugardagsæfingarnar. Annars reyndist kaffið, hvíta brauðið og bananinn ágætlega fyrir hálfa maraþonið í Köln.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já, allt of mörg. Skátastarf, útivist, Rótarý, kórsöng, sjóstangaveiði, Ratleik Hafnarfjarðar, smíði, ljósmyndun og ég gæti reyndir haldið lengi áfram. Þetta kemur ofan á aðaláhugamálið, fjölskylduna, Kristjönu, sem aftur er komin á fullt í hlaupið líka, og strákana 6 og barnabörnin 2.