VIKA 8

Næstkomandi fimmtudag,  23. febrúar, verður hlaup númer 2 í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH.  Eins og í hinum keppnunum er ræsing klukkan 19:00 fyrir framan höfðustöðvar Atlantsolíu við Lónsbraut í Hafnarfirði.  Hægt er að kaupa skráningarmiða í forsölu í Tri að Suðurlandsbraut 32 og eru keppendur hvattir til að kaupa miða þar til að forðast bið eftir miðum á keppnisdag.  En á keppnisdag er hægt að kaupa miða frá kl. 18:00.  Það er útlit fyrir gott verður og eru sem flestir hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu hlaupi.

Á þriðjudag er hefðbundin æfing hjá okkur, æfingaplanið er komið inn og hægt er að nálgast það hér.

Sem fyrr segir þá er Atlantsolíuhlaupið á fimmtudaginn, og eru þeir félagar, sem ekki ætla að keppa, hvattir til að hjálpa til við framkvæmd hlaupsins.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.