Hér er Finnur, hann er alltaf hress og jákvæður.
Nafn: Finnur Sveinsson
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Vorið 2010
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla stundum í vinnu, syndi, fer á skíði, spila golf og geng á fjöll
Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Kayano 17 og Adidas offroad skóm þegar færið er slæmt
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Hef aldrei getað hlustað á tónlist á hlaupum. Ég reyni stundum að hlusta á tónlist þegar ég hleyp á bretti en er yfirleitt fljótur að skipta yfir á sky news, BBC eða sambærilegt. Yfirleitt er bara best að hlusta á félagana eða þögnina þegar ég hleyp einn.
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Samviskusamlega
Hver eru hlaupamarkmið þín: Undir 1 tíma og 50 mínútum í hálfmaraþoni og 4 tímum í maraþoni
Hvers vegna HHFH: Ég er orðin algerlega háður því að hlaupa með félögunum
Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Á virkum dögum næ ég að henda í mig banana fyrir hlaup en um helgar er það yfirleitt brauðsneið, hrökkbrauð og te.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Hef mikin áhuga á umhverfismálum og svo reyni ég að halda mig úti við eins mikið og ég get.