Hlaupasería Atlantsolíu og FH

Aðstæður voru alveg ágætar þegar annað hlaupið í Hlaupaseríu Atlantsolíu og FH fór fram nú í kvöld.  Þátttaka var mjög góð en um 170 manns tóku þátt.

Kári Steinn Karlsson – Breiðablik, sigraði með nokkrum yfirburðum á tímanum 15:03, og setti jafnframt brautarmet.  Eldra metið átti Stefán Guðmundsson, 15:24.  Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni á 18,30 sem er aðeins 3 sekúndum frá brautarmeti hennar síðan í fyrra.

Úrslitin eru hér.

Ljósmynd: Fjarðarpósturinn/Guðni Gíslason

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.