BÍLASTÆÐAMÁL
Gestir Suðurbæjarlaugar hafa kvartað dálítið undan bílastæðaleysi á laugardagsmorgnum. Nú er það þannig að hlaupahópurinn ber bara hluta af ábyrgðinni því það er einnig ungbarnasund á laugardagsmorgnum. Það má hins vegar minna hlaupafólk, sérstaklega þá sem ekki nýta sér sundlaugina eftir hlaup, að það er nóg af bílastæðum við leikskólann í Smárabarðinu. Það tekur ekki nema eina mínútu að labba þaðan og í laugina. Það er óþarfi að valda pirringi út í hlaupahópinn út af svona smáræði.
NÝIR HLAUPAJAKKAR
Verið er að fá tilboð í hlaupajakka og/eða vesti fyrir sumarið fyrir hlaupahópinn. Það er búið að skipa “búninganefnd” og eigum við vona á að hún vinni hratt og örugglega. Viljum vekja athygli fólks á þessu áður en það fer að hlaupa til að kaupa jakka/vesti fyrir sumarið.
STJÓRNIN
Á síðunni um HHFH, er að finna nöfn og netföng stjórnarmanna hópsins. Félagsmenn eru hvattir til að setja sig í samband við þau með ábendingar, hugmyndir eða athugasemdir.