VIKA 6

Veðrið er búið að leika við okkur um helgina og hlauparar hafa svo sannarlega nýtt tímann vel.  Það mátti sjá félaga á þönum bæði á hefðbundnum æfingatíma og einnig voru þeir sýnilegir í dag, skokkandi og hjólandi um bæinn.  Samkvæmt veðurspá vikunnar verður ennþá autt og vorverður í lofti.  Það er munur að hlaupa loksins á auðum götum í vorveðri.

Framfarir, hollvinasamtök millivega- og langhlaupara útnefndu Skokkhóp Hamars í Hveragerði sem hlaupahóp ársins 2011.  Við óskum þeim til hamingju.

Vikuáætlunin er hér.  Á fimmtudag er Powerade hlaup.

Komasooo

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.