Uppskriftir

Hér er eitt af leyndarmálum Tobbu, uppskrift af orkustöngum sem gott er að eiga í frysti og kippa með sér t.d. þegar farið er í fjallgöngu en líka voða gott með kaffinu eftir langt laugardagshlaup.

ORKUSTANGIR
16 STK – Gott í frystirinn

120 gr. smjör
130 gr. hunang – bara slump
130 gr. hlynsíróp – slumpa
160 gr. púðursykur (ég hef notað max 90-100 gr.)
1 tsk matarsódi
200 gr. blanda af þurrkuðum ávöxtum til dæmis apríkósum, mangó, eplum, rúsínum, (trönuberjum), döðlum, sítrusávaxtaberki eða sykruðum engifer.
80 gr. kókosmjöl
230 gr. múslí
100 gr. hveiti (spelt)
1 tsk lyftiduft (vínsteinslyftiduft)
½ tsk salt
50 gr. sólblómafræ og/eða graskersfræ
30 gr. seamfræ

Hitið ofninn í 155 °C.  Bræðið smjör, hunang, síróp og púðursykur saman í potti.  Bætið matarsóda og ávöxtunum út í.  Hrærið kókosmjöl, múslí, hveiti, lyftiduft og salt út í og blandið vel saman.  Setið bökunapappír á botninn í 30×40 cm stóru formi. Deigið er frekar stíft svo það er best að dreifa því í formið og þrýsta því út í hornin með blautum fingrunum.  Stráið sólblóma- graskers- og sesamfræjum ofan á ýtið þeim niður í deigið með blautum fingrunum.  Bakið í 15-25 mín.  Látið kólna í smástund, takið úr forminu og skerið í stangir á meðan deigið er volgt.  Stangirnar má frysta en þær geymast líka í lokuðu íláti í 3-4 vikur.

Þegar þið komist upp á lag með að baka þessar orkustangir er öruggt að þið kaupið ekki tilbúnar orkustangir í heilsubúðunum framar.  Þær eru svo rosalega góðar og það er líka miklu hagstæðara að baka þær sjálfur.

Ps. þetta er beint úr uppskriftinni, en það sem er í sviga er það sem ég hef breytingar, svo er um að gera að nota það sem til er hverju sinni og prófa sig áfram.

oooOOOooo

Hér er ein alveg frábær úr fórum hlaupafélaga
Kaka sem ekki þarf að baka (hrákaka)

Í kökuna þarf:
350 gr döðlur
60-70 gr kókosolía (frá Sollu)
1 bolli haframjöl
1 bolli kókosmjöl
1 – 1 og 1/2 stór banani
Smá skvetta af appelsínu eða eplasafa

Ofaná þarf:

100 gr brætt suðursúkkulaði (56% eða 70%)
Stórar kókosflögur
Bláber og jarðarber eftir smekk
og jafnvel möndlu- eða hnetukjarnar

Döðlurnar eru hitaðar í potti og maukaðar með sleif, (setja örlitla skvettu af applesínu eða eplasafa til að bleyta í þeim.  Potturinn tekinn af hellunni.

Mauka bananana og bæta þeim við döðlurnar ásamt haframjöli og kókosolíu.  Allt hrært vel saman og mótað sem terta  á tertudisk.  Geymt í kæli eða frysti þar til á að nota hana.  Þá er hún tekin út og brætt súkkulaði smurt ofaná.  Kókosflögurnar jarðar- og bláberin sett ofaná.

Frábært að bera fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

oooOOOooo

Eitthvað hollt – en þó helst gott 🙂

Hún Anna Eðvalds laumað þessu að okkur.  Hún bauð upp á þetta þegar Kölarfarar hittust og rifjuðu upp góða tíma í Köln.

Íslenskt lambalæri í indverskum búningi
Stingið 10-15 hvítlauksrifum í lærið
Blandað saman 4msk. balsamic-edik og 1msk. olíu og nuddið á lærið með
1/2 sítrónu.

Marinering
50 gr. rifin engifer rót
50gr. tómatpúrra
3 muldar kanilstangir eð 1 tsk. kanilduft
2 dósir hrein jógúrt
1/2 tsk. kardimommuduft
1 tsk. cumin
4 msk karrý
2tsk. coriander
2 msk. salt
2-3 tsk. svartur pipar
2 smátt skornir laukar
1 smátt skorinn chilli pipar

Öllu blandað saman smurt yfir lærið , sett í plastpoka og lærið
marenerað í 24 klst. í ísskáp
Svo eftir a.m.k. sólarhring þá er  ::
Lærinu með marineringunni pakkað í álpappír og steikt í ofni eða á
grilli snúið á 20 mín fresti 4x

Sósa
200 gr. smjör
1 smátt skorinn laukur steiktur glær í smjörinu
1 dl. rauðvín
soðið af kjötinu bætt út í ásamt öllu gumsinu nota sleikju til að taka
sem mest af lærinu líka og látið sjóða í 15 mín.
1 peli róma bætt í, má þykkja með sósujafnara

Eitt svar við Uppskriftir

  1. Guðni sagði:

    Svakalega gott!!!

Lokað er á athugasemdir.