Stærsti hlaupahópur landsins?

Vilt þú vera með í hugsanlega stærsta hlaupahópi landsins? Það er aldrei uppselt hjá okkur þó að ásóknin sé mikil. Félagsgjaldið er aðeins kr. 8.000 á önn sem greiðist tvisvar á ári. Raungjaldið er því kr. 1.333 á mánuði.
4 hlaupaæfingar í viku (þar af ein inni í frjálsíþróttahúsinu á veturna)
3 frábærir þjálfarar sem eru með mikinn metnað fyrir okkar hönd

Endalaus fríðindi og afslættir, þeir sem að taka þátt í öllum viðburðunum og nýta sér afslættina, fá í raun stóran hluta af félagsgjaldinu til baka. Frábærar hlaupaferðir erlendis annað hvert ár, ókeypis fyrirlestar, jólaljósahlaup og aðrar skemmtilegar uppákomur.

Fyrsta vikan er ókeypis (prufutími)

Æfingarnar:
Mánudagar kl. 19:30 í frjálsíþróttahúsinu Kaplakrika (mæta kl. 19:15)
Á sumrin eru utanvegaæfingar kl. 17:30 (staðsetningin auglýst á facebook)

Þriðjudagar kl. 17:39 í Kaplakrika 
Fimmtudagar kl. 17:30 í Kaplakrika
Laugardagar kl. 9:00 (kl. 8:30 á sumrin) í Suðurbæjarlaug (götu- og utanvegahlaup).

Skráning sendist á netfangið annasigga74@gmail.com 
Fullt nafn:
Kennitala:
Heimilisfang:
Sími:
Netfang:

Félagsgjaldið kr. 8.000 leggst inn á reikning nr. 0327-26-9036, kt. 681189-1229. Facebook-síðan er eingöngu fyrir skráða félagsmenn. 
Sækið um aðgang hér:
Hlaupahópur FH

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Stærsti hlaupahópur landsins?

Hlaupasería FH og Bose er götuhlaup ársins

Hlaupasería FH og Bose var kosið götuhlaup ársins árið 2018 af kjósendum hlaup.is. 
Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu og höfum mikinn metnað í að gera umgjörðina sem flottasta í samstarfi við BOSE. Við þökkum kærlega öllum þeim sem kusu okkur.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hlaupasería FH og Bose er götuhlaup ársins

Hlaupasería FH-BOSE, hlaup 2 af 3

Annað hlaupið í hlaupaseríu FH og BOSE verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 19. Vegalengd er 5 km með tímatöku (löglega mæld braut og flögutími). Skráningargjaldið er 1.000 kr.

https://www.facebook.com/events/464038880677542/

Við minnum á að fyrstu 150 sem skrá sig eiga möguleika á veglegum útdráttaverðlaunum!

Keppendur fá einnig svalandi Powerade-drykk eftir hlaup og allir sem skrá sig fá 15% afslátt í netverslun Origo!

Hlökkum til að sjá ykkur!

          

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hlaupasería FH-BOSE, hlaup 2 af 3

Frábærar aðstæður í FH-Bose hlaupinu

Tekið af facebook síðu hlaupaseríunnar:

Gríðarleg stemmning og gleði var í Bose hlaupi Hlaupahóps FH sem fór fram í janúar. Arnar Pétursson sigurvegari í karlaflokki var hæstánægður með brautina enda búið að salta vel í hálkunni. Hann sagði aðstæður frábærar þrátt fyrir að hlaupið væri janúar.

https://www.youtube.com/watch?v=kJQgpqFK1Ik

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Frábærar aðstæður í FH-Bose hlaupinu

Hlaupasería FH og BOSE hefst fimmtudaginn 25.janúar

FH-BOSE

Hlaupasería FH og BOSE hefst fimmtudaginn 25.janúar en þá hefst serían á fyrsta hlaupi af þremur.

Næstu tvö hlaup verða 22.feb og svo 22.mars.

Allir sem skrá sig fá 15% afslátt í netverslun BOSE.

https://www.facebook.com/fhkeppni/

Skráning: https://www.hlaup.is/default.asp?cat_id=1233

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Hlaupasería FH og BOSE hefst fimmtudaginn 25.janúar

Íslandsmeistaramót öldunga í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar

FrjálsarNæstu helgi, 13. og 14. febrúar verður haldið íslandsmeistarmót öldunga í Laugardagshöll.
Stjórn og þjálfara hvetja alla FH-inga til að mæta og taka þátt en FH mun borga þátttökugjöld fyrir alla FH-inga. Síðustu ár hafa FH-ingar fengið bikarinn og auðvitað stefnum við á að halda bikarnum í Kaplakrika. Allir sem mæta frá FH gefa liðinu stig.

Á Meistaramóti öldunga verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum beggja kynja: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri, auk 30-34 ára flokks kvenna.

Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag, þannig verða t.d. yngstu keppendur í kvennaflokki fyrri daginn, laugardag, fæddir fyrir 13. febrúar 1986.

Fyrirkomulag keppni:

Mótið hefst báða daga kl. 10:00, áætlað er að því ljúki kl. 13:00, báða dagana. Nafnakall fer fram á keppnisstað 15 mínútum fyrir hverja grein. Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum:

60 m, 200 m, 800 m, kúluvarp, langstökk og hástökk, fyrri daginn og 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökk, stangarstökk og lóðkast seinni daginn. Drög að tímaseðli má finna í mótaforriti FRÍ.

Skráning:

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótaforriti FRÍ. Opið er fyrir skráningu keppenda til miðnættis fimmtudag 11. febrúar. Einnig er mögulegt að senda skráningu á netfangið oskar.hlynson@toyota.is Þá er hægt að skrá sig á staðnum 30 mínútum áður en mótið hefst.

Þátttökugjald er 1500 kr. á hverja grein, en að hámarki 4500 kr, sem greiðist áður en keppni hefst. Hægt er að leggja keppnisgjald inn á reikning frjálsíþróttadeildar Fjölnis 0114-26-000347 kt.690193-3379. Vinsamlegast sendið samhliða tilkynningu um greiðslu á netfangið hreinn.olafsson@reykjavik.is

Verðlaun verða samkvæmt venju afhent á staðnum fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki. Keppendum er hollt að hafa í huga að kapp er best með forsjá og aðeins þeir sem komast í mark í hlaupagreinum eiga möguleika á verðlaunum.

Áfram FH

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistaramót öldunga í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar

Fræðslufundur fyrir félaga í Hlaupahópi FH

Fræðslufundur fyrir meðlimi Hlaupahóps FH verður haldinn í Sjónarhól Kaplakrika þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20:00.

Fyrirlesarar:
Geir Gunnar Magnússon, næringarfræðingur
Ívar Trausti Jósafatsson, hlaupari

1779096_10153214701286836_276044393739327425_n
Boðið verður upp á léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Fræðslufundur fyrir félaga í Hlaupahópi FH

HLAUPARÖÐ FH OG ATLANTSOLÍU 2016

FH Atlantsolía 2016

Þá er komið að hlaupaseríu FH og Atlantsolíu 2016.

Fyrsta hlaup af þremur verður næstkomandi fimmtudag 28.janúar kl.19:00.

Hlaupið er frá Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði meðfram strandlengjunni, upp og fram hjá Hrafnistu í átt að Álftanesveginum og snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka.

Hlaupin verða fimmtudagana 28. janúar, 25. febrúar og 31. mars kl.19:00

Miðinn mun kosta kr. 1.000 og öll umgjörð verður mun flottari en áður. Boðið verður sú nýbreytni að hafa flögur í hlaupinu sem gerir hlaupin mun nákvæmari og úrslitin koma þá strax inn.
Brautin er löglega mæld.

Uppskeruhátíðin verður í apríl, verðlaun og fullt af útdráttarverðlaunum.

Það er búið að opna fyrir forskráningu í hlauparöðina á hlaup.is
Skráningu á hlaup.is lýkur fimmtudaginn 28. jan kl. 13:00.
http://hlaup.is/default.asp?cat_id=1233

Sjá einnig um hlauparöðina á facebook:

https://www.facebook.com/events/1668589196757334/

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við HLAUPARÖÐ FH OG ATLANTSOLÍU 2016

Árshátíð og uppskeruhátíð HHFH 2015

Uppskeruhátíð Hlaupahóps FH var haldin laugardaginn 21.nóvember síðastliðinn og var dagurinn tekinn snemma með búningahlaupi þar sem alls konar fígúrur og fyrirbæri hlupu í ratleik á svellilögðum götum bæjarins. En aðal fjörið var að sjálfsögðu um kvöldið þar sem félagarnir og makar þeirra mættu í sínu fínasta og skemmtu sér fram eftir kvöldi.

Af þessu tilefni veita þjálfararnir okkar þrír þau Hrönn Árnadóttir, Ingólfur Arnarson og Pétur Smári Sigurgeirsson ávallt verðlaun fyrir besta árangur í karla og kvennaflokki, framfaraverðlaun í karla og kvennaflokki og að ógleymdum föngulegasta félaganum sem fær sérstök verðlaun ættuð frá félögum okkar í Skokkhópi Hauka.

Að þessu sinni hlutu eftirfarandi verðlaun:

Hlaupari ársins í kvennaflokki, Erla Eyjólfsdóttir

Hlaupari ársins í karlaflokki, Friðleifur Friðleifsson

Dugnaður og framfarir kvenna, Hrund Eðvarsdóttir

Dugnaður og framfarir karla, Sigurður Arnar Sigurðsson

Föngulegasti félaginn, Jón Ómar Erlingsson

12291200_10207856074617466_6796595320921496792_oFrá vinstri: Hrönn, Jón Ómar (með föngulega félagann), Erla, Hrund, Sigurður Arnar (Addi), Ingólfur og Pétur
12240293_10207856074497463_4795184815610323728_oFrá vinstri: Jón Ómar, Erla, Hrund, Addi. Á myndina vantar Friðleif.

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Árshátíð og uppskeruhátíð HHFH 2015

HHFH þakkar fyrir stuðninginn og frábæran félagsskap í Bleika hlaupinu 2015 !

Samvinna og góður andi einkenndu þennan fagra bleika hóp á laugardaginn. Þökkum fyrir samveruna og stuðninginn við þetta þarfa og góða málefni og hana Eddu okkar.

Svo ég vitni í hennar eigin orð af síðu Bleika hlaupsins: “Þið brædduð mitt hjarta í dag. Ég er heppin að eiga svona frábæra og hjartahlýja félaga að. Dagurinn var í alla staði æðislegur og eftirminnilegur. Takk fyrir mig”12192986_10207730699003154_1289869614_o

 

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

Birt í Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við HHFH þakkar fyrir stuðninginn og frábæran félagsskap í Bleika hlaupinu 2015 !