Posts by svanzy:

  Íslandsmeistaramót öldunga í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar

  febrúar 10th, 2016

  FrjálsarNæstu helgi, 13. og 14. febrúar verður haldið íslandsmeistarmót öldunga í Laugardagshöll.
  Stjórn og þjálfara hvetja alla FH-inga til að mæta og taka þátt en FH mun borga þátttökugjöld fyrir alla FH-inga. Síðustu ár hafa FH-ingar fengið bikarinn og auðvitað stefnum við á að halda bikarnum í Kaplakrika. Allir sem mæta frá FH gefa liðinu stig.

  Á Meistaramóti öldunga verður keppt í eftirfarandi aldursflokkum beggja kynja: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri, auk 30-34 ára flokks kvenna.

  Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag, þannig verða t.d. yngstu keppendur í kvennaflokki fyrri daginn, laugardag, fæddir fyrir 13. febrúar 1986.

  Fyrirkomulag keppni:

  Mótið hefst báða daga kl. 10:00, áætlað er að því ljúki kl. 13:00, báða dagana. Nafnakall fer fram á keppnisstað 15 mínútum fyrir hverja grein. Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum:

  60 m, 200 m, 800 m, kúluvarp, langstökk og hástökk, fyrri daginn og 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökk, stangarstökk og lóðkast seinni daginn. Drög að tímaseðli má finna í mótaforriti FRÍ.

  Skráning:

  Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótaforriti FRÍ. Opið er fyrir skráningu keppenda til miðnættis fimmtudag 11. febrúar. Einnig er mögulegt að senda skráningu á netfangið oskar.hlynson@toyota.is Þá er hægt að skrá sig á staðnum 30 mínútum áður en mótið hefst.

  Þátttökugjald er 1500 kr. á hverja grein, en að hámarki 4500 kr, sem greiðist áður en keppni hefst. Hægt er að leggja keppnisgjald inn á reikning frjálsíþróttadeildar Fjölnis 0114-26-000347 kt.690193-3379. Vinsamlegast sendið samhliða tilkynningu um greiðslu á netfangið hreinn.olafsson@reykjavik.is

  Verðlaun verða samkvæmt venju afhent á staðnum fyrir þrjú efstu sæti í hverjum aldursflokki. Keppendum er hollt að hafa í huga að kapp er best með forsjá og aðeins þeir sem komast í mark í hlaupagreinum eiga möguleika á verðlaunum.

  Áfram FH

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistaramót öldunga í Laugardalshöll 13. og 14. febrúar

  Nú er komið að því!

  september 29th, 2015

  Á fimmtudaginn fara rúmlega 60 hlaupafélagar og makar til Bregenz og taka þátt í 3 landa maraþoninu sunnudaginn 4. október. Mikil tilhlökkun er í hópnum, veðurspáin frábær (sérstaklega fyrir stuðningsmenn), umhverfið æðislegt og félagsskapurinn einstakur. Þetta getur ekki klikkað! Hlaupavikan verður því einstaklega létt og skemmtileg þessa vikuna.

  28:9-04:10

  Vefstjóri er farin að hlakka mikið til og spáir því að þetta verði …….

  Sjáumst á hlaupum!

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Nú er komið að því!

  Hlaupavikan

  september 21st, 2015

  Smá breyting á áætlun vikunnar, tempóhlaup á þriðjudaginn þar sem hlaupahópur FH ætlar að fjölmenna í Flensborgarhlaupið og sprettæfing á fimmtudaginn. Þeir sem ætla ekki að keppa og geta aðstoðað við hlaupið eru hvattir til að hafa samband við stjórn.

  Minnum svo á fundinn á þriðjudagskvöldið kl. 20 fyrir þá sem ætla í 3 landa hlaupið.

  21:9-27:9

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Hlaupavikan

  Flensborgarhlaupið

  september 17th, 2015

  Við hvetjum hlaupafélaga til að taka þátt í  Flensborgarhlaupinu þriðjudaginn 22. september kl. 17:30.

  Boðið er upp á 10 km. og 5 km. hlaup með tímatöku og 3 km. skemmtiskokk án tímatöku. Hlaupið verður ræst frá Flensborgarskólanum, Hringbraut 10 í Hafnarfirði. Hlaupaleiðin er einföld og þægileg, farið fram og til baka í átt að Kaldárseli.  Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km. Forskráning er á hlaup.is til kl. 12 á hádegi á hlaupadegi. Ekki er hægt að skrá á staðnum en afhending keppnisgagna er frá kl 16.00 í Flensborgarskólanum.

  Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti sunnudaginn 20. september

  • greiða 500 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • greiða 1.500 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • greiða 1000 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km

  Skráning frá og með mánudegi 21. september og til kl. 12:00 á hlaupadag:

  • 500 kr. óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • 2.500 kr. fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • 1.500 kr. fyrir skemmtiskokk, 3 km

  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki,  tveir aldursflokkar 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Auk þess er framhaldsskólameistari verðlaunaður í 10 km hlaupi. Fjöldi útdráttarverðlauna. Verðlaunaafhending hefst kl 18.30.

  Flensborgarskólinn skipuleggur hlaupið í samstarfi við Skokkhóp Hauka og Hlaupahóp FH.  Í ár er hlaupið til styrktar MS félaginu.

   

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Flensborgarhlaupið

  Hansasamtökin hlaupa í Lubeck

  september 8th, 2015

  Okkur langar til að vekja athygli ykkar á árlegu maraþoni í Lubeck sem alþjóðlegu Hansasamtökin standa fyrir en Hafnarfjarðarbær er aðili að þeim samtökum. Alþjóðlegu Hansasamtökin eru samtök 168 bæja og borga í 16 Evrópulöndum með höfuðstöðvar  í Lübeck og þar er einnig stóra alþjóðlega Hansasafnið. Árið 1480 komu til Hafnarfjarðar þýskir kaupmenn, svokallaðir hansakaupmenn, og lögðu þeir undir sig alla verslun og útgerð í bænum í um 120 ár. Núna rúmum 500 árum síðar var ákveðið að þær borgir og bæir í Evrópu, sem eiga sér þessa sameiginlegu sögu að hafa heyrt undir hansakaupmenn á miðöldum, stofnuðu með sér samtök og bjóða m.a. upp á þetta maraþon.

  Þetta hlaup er mjög lítið og allar vegalengdir í boði og því gæti verið gaman fyrir hlaupafélaga að fara hingað við tækifæri.

  Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að finna á www.hanse.org .

  Download (PDF, 83KB)

   

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Hansasamtökin hlaupa í Lubeck

  Hlaupavikan

  september 8th, 2015

  Ný vika, ný hlaupaáætlun. Þær æða áfram vikurnar og stutt í að stór hluti hópsins heldur utan í 3 landa maraþon ævintýrið þar sem eina markmiðið er að koma brosandi í mark. Við látum því haustlægðirnar ekkert á okkur fá og mætum brosandi á æfingu. Sjáumst á hlaupum.07:9-13:9Smelltu á töfluna til að stækka.

   

   

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Hlaupavikan

  Ný vika ,ný áætlun

  ágúst 31st, 2015

  Jæja það styttist í 3 landa maraþonið og er áætlun vikunnar í takt við það. Bara gaman.

  Sjáumst á hlaupum

  31:8-06:9

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Ný vika ,ný áætlun

  Hlaupavikan

  ágúst 23rd, 2015

  Til hamingju allir sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Fullt af FH-ingum sem hlupu og komust vonandi allir heilir í gegnum það því það er sko alvöru hlaupavika framundan. Nú er búið að bæta við æfingu hjá hópi 1 á miðvikudögum enda einungis  6 vikur í Þriggja landa maraþonið. Eins gott að fara að bretta upp ermar og reima á sig hlaupaskóna.

  Sjáumst á hlaupum24:8-30:8

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Hlaupavikan

  Íslandsmeistaramót öldunga utanhúss 28. og 29. ágúst

  ágúst 23rd, 2015

  Download (DOC, 38KB)

  Hér er dagskrá mótsins með fyrirvara um breytingar

  föstudagur:
  17:30 100 m karlar
  17:45 100 m konur
  17:50 Hástökk konur
  17:50 Langstökk karlar
  17:50 Kúluvarp karlar
  18:00 400 m karlar
  18:20 400 m konur
  18:20 Hástökk karlar
  18:20 Langstökk konur
  18:40 1500 m karlar
  18:40 Kúluvarp konur
  19:00 1500 m konur
  laugardagur:
  10:00 Spjótkast karlar
  10:50 Grindahlaup karlar
  10:50 Kringlukast karlar
  11:10 Grindahlaup konur
  11:10 Spjótkast konur
  11:40 800 m karlar
  11:50 800 m konur
  12:00 200 m karlar
  12:10 200 m konur
  12:30 Sleggjukast karlar
  13:30 Sleggjukast konur
  13:30 Stangarstökk karlar
  14:00 Lóðkast karlar
  14:10 3000 m karlar
  14:30 3000 m konur
  14:40 Lóðkast konur
  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistaramót öldunga utanhúss 28. og 29. ágúst

  Hlaupa vikan

  ágúst 18th, 2015

  Kæru hlaupafélagar

  Nú er gert ráð fyrir að maraþonhópurinn (hópur 1) hjóli, syndi eða hlaupi á mánudögum fram að þriggja landa hlaupinu í október og hvetjum við félaga til að rotta sig saman í því sem þeir ætla að gera þar.

  Vikan er síðan aðeins í óhefðbundnari kantinum þar sem Reykjavíkurmaraþonið er handan við hornið en þessi árvissi atburður er með þeim skemmtilegri í hlaupalífinu hér á klakanum. Veðrið verður kannski ekki upp á marga fiska en það skiptir bara engu máli þegar svona skemmtilegir hlaupafélagar eiga í hlut. Við minnum á FH tjaldið fyrir framan MR á laugardaginn og sundlaugarpartýið í Sundhöll Hafnarfjarðar eftir hlaup, milli 12-16. Eru ekki allir örugglega búnir að melda sig í partýið og taka aur úr hraðbankanum?

  Þessi vika verður awesome17:8-23:8

  Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:

  Slökkt á athugasemdum við Hlaupa vikan