Stærsti hlaupahópur landsins?

Vilt þú vera með í hugsanlega stærsta hlaupahópi landsins? Það er aldrei uppselt hjá okkur þó að ásóknin sé mikil. Félagsgjaldið er aðeins kr. 8.000 á önn sem greiðist tvisvar á ári. Raungjaldið er því kr. 1.333 á mánuði.
4 hlaupaæfingar í viku (þar af ein inni í frjálsíþróttahúsinu á veturna)
3 frábærir þjálfarar sem eru með mikinn metnað fyrir okkar hönd

Endalaus fríðindi og afslættir, þeir sem að taka þátt í öllum viðburðunum og nýta sér afslættina, fá í raun stóran hluta af félagsgjaldinu til baka. Frábærar hlaupaferðir erlendis annað hvert ár, ókeypis fyrirlestar, jólaljósahlaup og aðrar skemmtilegar uppákomur.

Fyrsta vikan er ókeypis (prufutími)

Æfingarnar:
Mánudagar kl. 19:30 í frjálsíþróttahúsinu Kaplakrika (mæta kl. 19:15)
Á sumrin eru utanvegaæfingar kl. 17:30 (staðsetningin auglýst á facebook)

Þriðjudagar kl. 17:39 í Kaplakrika 
Fimmtudagar kl. 17:30 í Kaplakrika
Laugardagar kl. 9:00 (kl. 8:30 á sumrin) í Suðurbæjarlaug (götu- og utanvegahlaup).

Félagsgjaldið kr. 8.000 leggst inn á reikning nr. 0327-26-9036, kt. 681189-1229. Facebook-síðan er eingöngu fyrir skráða félagsmenn. 
Sækið um aðgang hér:
Hlaupahópur FH

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.