Nýliðavikur Hlaupahóps FH

Nýliðavikur Hlaupahóps FH

Langar þig að hlaupa 5 eða 10 km í Hafnarfjarðarhlaupinu? Langar þig að gleðiskokka í góðum félagsskap eða ná persónulegu meti í Reykjavíkurmaraþoni?

 Hlaupahópur FH býður nýja meðlimi velkomna allt árið um kring en í Nýliðavikunum ætlum við að gera gott betur.

Þriðjudaginn 23.apríl kl.17:00 verður opinn kynningarfundur þar sem nokkrir félagar úr hópnum segja frá hvernig þau byrjuðu að hlaupa og starfsemi og markmið hlaupahópsins verða kynnt. Nýliðaþjálfari verður á staðnum. Eftir fundinn, klukkan 17:30 er svo opin hlaupaæfing fyrir alla áhugasama með Hlaupahóp FH.

Hlaupahópur FH er með fjórar æfingar á viku og frábærar aðstæður til hlaupaiðkunar ýmist úti á hlaupabraut, malbiki, utanvega eða inni.

Nýliðavikur 23.apríl – 28.maí

Í nýliðavikunum eru nýliðar velkomnir á allar fjórar æfingarnar en sérstakur nýliðaþjálfari verður á tveimur æfingum í viku (auglýst sérstaklega). Æfingarnar henta fyrir byrjendur í hlaupum sem og lengra komna.

Til að taka þátt í nýliðavikunum skráir þú þig á https://www.sportabler.com/shop/fh og greiðir meðlimagjald 9500kr og ert þar með fullgildur meðlimur Hlaupahóps FH fram að næsta tímabili sem byrjar í október 2024.

Æfingatímar Hlaupahóps FH
Mánudagar vetur kl.19:30 – sprettæfingar inni á braut í Kaplakrika
Mánudagar sumar kl.17:30 – utanvegaæfingar – mismunandi upphaf hlaupaleiða, yfirleitt í upplandi Hafnarfjarðar
Þriðjudagar kl.17:30 – rólegt og styrkur – hlaupið frá Kaplakrika
Fimmtudagar kl.17:30 – tempó eða brekkur – hlaupið frá Kaplakrika
Laugardagar kl.9:00 á veturnar en 8:30 á sumrin – langt og rólegt – yfirleitt frá Suðurbæjarlaug

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.