Hún er ein af þjálfurum og stofnendum Hlaupahóps FH. Bauð okkur í heitt súkkulaði og smákökur eftir jólaljósahlaupið og er prímusmótor par exelans.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég er algjör Hafnfirðingur í húð og hár og allt mitt fólk og hef alltaf búið þar utan nokkur menntaskólaár er ég bjó á Laugarvatni.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: 19. janúar 2010 – því ég er einn af stofnendum hlaupahópsins með þeim Pétri, Frey Silju og Steini.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já fyrir utan að hlaupa hef ég mjög gaman að göngum og hef aldeilis skottast um hérlendis sem erlendis svo stunda ég líka styrktaræfingar innanhúss yfir vetrartímann.
Á hverngi skóm hleypur þú: Nimbus Asics hef ég notað í mörg ár en er farin að huga að því að prófa eitthvað nýtt.
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Já ef ég hleyp ein þá hlusta ég mikið á tónlist, allt mögulegt sem kemur mér í gírinn t.d. finnst mér ágætt að hlaupa með Pink í eyrunum og rokktónlist.
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, oftast skrái ég hreyfinguna þar inn en hef verið í smá pásu með skráningar eftir maraþonið í Köln en stefni á að byrja aftur af krafti um áramótin.
Hver eru hlaupamarkmið þín: Hmm ég er enn að hugsa um hlaupamarkmiðin mín fyrir næsta ár og gef þau ekki upp fyrr en um áramótin.
Hvers vegna HHFH: Einfaldlega frábær hópur og góðir félagar sem maður hefur verið að kynnast þar.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Önnur áhugamál en hlaup..játs! ferðast um heiminn hlaupandi, gangandi eða hvað. Ég elska að eiga lausa stund til að lesa góðar bækur og hlusta á tónlist. Síðan á sístækkandi fjölskyldan mín hug minn og svo er ég alltaf komin á kaf í allskonar félagsmálastúss svo mér hlýtur að finnast það gaman. Það má segja að ég sé frekar uppátektasöm ætli ég sé ekki bara þessi dæmigerði tvíburi alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum og til í að hafa gaman enda er mottóið mitt “ég get allt sem ég vil”..
Flottust! Og takk fyrir heimboðið, því miður hamlaði hálsbólga að ég gæti mætt í eigin persónu. Gleðileg jól!