Félagakynning

Nýjasti þjálfari hópsins er næst á dagskrá.  Hún gefur ekki þumlung eftir og heldur uppi járnaga á æfingum.  Svo kann hún líka að flauta 🙂

Nafn: Hrönn Árnadóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í stórborginni Hafnarfirði og vil sko hvergi annars staðar vera 🙂

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Í byrjun maí 2011

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já ég syndi og fer í spinning og stöðvaþjálfun í Hress. Svo er ég alltaf að reyna að koma mér betur inn í þríþrautina hjá 3SH en ég þarf víst að fá mér alvöru hjól fyrst.

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Nimbus 13 (Lightning)

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Áður en ég byrjaði í hlaupahóp FH komst ég ekki 500m nema hafa einhverja góða popptónlist í eyrunum en núna hleyp ég nánast alltaf án tónlistar – það er bara miklu skemmtilegra að spjalla við allt þetta frábæra fólk á hlaupunum….þó svo það geti stundum verið svolítið erfitt þegar við erum að taka vel á því.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Ég var alveg rosalega dugleg í sumar en eftir að ég veiktist datt það alveg niður en ég er að byrja aftur núna svo félagarnir í ungliðahreyfingunni geti séð hversu vel þeir taka á því 🙂

Hver eru hlaupamarkmið þín: Þar sem ég missti af keppnishlaupum í sumar þá hef ég ákveðið að mitt markmið fyrir hlaupaárið 2012 verði að fara 1/2 maraþon á undir 2 klst og ekki væri verra ef ég gæti pressað 10 km undir 55 mín…..ó nei þetta er orðið opinberlegt – jækst! :-O

Hvers vegna HHFH: Ég þjálfaði Helgu Rut dóttur Steins og Súsönnu í 4 ár í SH og frá því HHFH var stofnaður hefur Steinn beðið mig um að kíkja á æfingu – ég lét loksins verða af því síðastliðið vor – sé svo sannarlega ekki eftir því!

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já ég er svolítið ofvirk en ásamt því að vera í hlaupahópnum starfa ég í lífeyrisjóði, er í námi og þjálfa litlar skvísur í 6. flokki kvenna í handbolta í FH. Íþróttir í heild sinni eru samt aðaláhugamálið og allt sem viðkemur líkamlegu hreysti vekur áhuga minn. En ég reyni að slaka á inn á milli og því hef ég alltaf að hafa að minnsta kosti eina bók á náttborðinu og svo vissulega reyni ég eftir fremsta megni að sinna fjölskyldu og vinum 😉

KOMASO!!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.