Félagakynning

Það er eins gott að það eru 24 tímar í sólarhring.  Að minnsta kosti nýtir Inga þá vel.

Nafn: Inga Eiríksdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði 😉

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég var mætt á fyrstu æfingu hjá HHFH 19 janúar 2010

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já æfi í World Class! Þessa dagana oftast í Hafnarfirði, lyfti og tek svo tarnir í spinning og eða Hot Joga

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Gel Kayano 18

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Ekki á æfingum en þegar ég  hleyp ein er ég alltaf með ipodinn

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Skrái alla hreyfingu !!

Hver eru hlaupamarkmið þín: Hálft maraþon undir 2 klst … upppss ….  langar svo að fara í eitthvað utanvegaskokk í sumar.

Hvers vegna HHFH: Besta félagið í Hafnarfirði ….. 🙂 🙂 Krakkarnir mínir eru FH-ingar og ætli ég sé ekki orðin það líka !!  Nú og að hlaupa í svona góðum félagsskap kemur manni lengra !!!

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Ég fæ mér ristað brauð með osti og  _ _ _ _ _    _ _ _

Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já nóg af þeim. Ferðalög, útivera, fjallgöngur, stangveiði svo eru það skíðin.  Matur; elda og borða góðan mat, hver hefur ekki áhuga á því 🙂  Þetta allt  reyni ég að gera með fjölskyldu og vinum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.