Þriðjudagsæfing með meiru

Það voru rúmlega fimmtíu manns mættir á æfingu nú undir kvöld.  Á dagskránni var vaxandi hlaup, frá 6 og upp í 12 km.  og átti að hlaupa ca. 1. km vaxandi í miðri leið.

Það var frekar leiðinlegt rok, en hópurinn er ýmsu vanur eftir veturinn.  Gangstéttarnar eru snjólausar svo það er ekki hægt að kvarta.

Við minnum á Atlantsolíuhlaupið á fimmtudaginn.  Þann dag verður ekki skipulögð æfing en félagar eru kvattir til að mæta og taka þátt í hlaupinu.

Keppendur eru minntir á að mæta tímanlega til að kaupa skráningarmiða. Einnig er hægt að kaupa skráningarmiða í TRI að Suðurlandsbraut 32.

Lokahóf seríunnar fer svo fram föstudagskvöldið 30. mars nk.  Nánar um það síðar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.