Á fimmtudag fer fram lokahlaupið í 5km hlaupaseríunni okkar og væri gaman að sjá sem flesta úr hópnum mæta og taka þátt. Verðlaunaafhendingin fyrir hlaupin verður haldin viku síðar í Kaplakrika. Fjölmargir útdráttarvinningar verða í boði og því mikilvægt að mæta.
Öll aðstoð við keppnishaldið er vel þegin hjá þeim sem ekki taka þátt.
Samkvæmt óformlegu könnuninni sem við gerðum hér á vefnum þá verður fín þátttaka félag Hlaupahóps FH á Hlaupahátíðinni sem fram fer í sumar.
Stjórn hlaupahópsins vinnur nú með þetta.
Minnum á að búið er að opna fyrir skráningu í Reykjavíkurmaraþonið, þann 1. apríl nk hækkar þátttökugjaldið, til dæmis hækkar það um 2100 fyrir þá sem ætla sér í heilt maraþon. Hækkunin er 1050 fyrir hálft þon, o.s.frv.
KOMASO!