Félagakynning

Þórunn á það til að vilja fara sínar eign leiðir, líka á æfingum – og er það ekki bara besta mál 🙂

Nafn: Þórunn Njálsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði að æfa í september 2010.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Í augnablikinu er ég eingöngu að hlaupa.

Á hvernig skóm hleypur þú: Hef verið í Asics, en var að fá mér Brooks.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Nei aldrei.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Byrjaði að skrá núna í janúar.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Að mæta og hafa gaman af, fá flottan rass svo ég geti haldið sumum fyrir aftan mig.

Hvers vegna HHFH: Flottasti hópurinn og skemmtilegasta fólkið.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Fyrir seinniparts æfingar læt ég duga það sem ég hef borðað yfir daginn, fyrir morgunhlaup fæ ég mér einn skyrdrykk eða einn banana.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Fylgja börnunum eftir í þeirra sporti sem er sund og handbolti og að lesa góðar bækur.

🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.