Nú kynnumst við Kristínu Högna. Hún hefur verið með hópnum frá upphafi, hefur hlaupið maraþon og Laugaveginn.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Ég bý í Hafnarfirði, hef búið hér síðustu 16-18 árin. Annars er ég utan að landi
– frá Fáskrúðsfirði.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég byrjaði með HHFH um leið og hópurinn var stofnaður í janúar 2010.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: ég get nú varla sagt það.. á kort í ræktinni en það telst nú varla með! Keypti mér reyndar hjól fyrir ári og nú þarf ég endilega að fara að vera dugleg að rúnta um á fína hjólinu.
Á hvernig skóm hleypur þú: Brooks Glycerin 9, mjög góðir skór.
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: ég hlusta oft á tónlist ef ég fer ein og hlusta þá helst á Coldplay, Of Monsters and Men, Ultravox og fleira gamalt og gott! En ég þarf ekki ipod þegar ég hleyp með HHFH 🙂
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: já ég geri það og finnst það mjög gott. Mér finnst gaman að skoða hversu dugleg ég hef verið í gegnum tíðina 😉
Hver eru hlaupamarkmið þín: mig langar að hlaupa maraþon undir 4 klst. – en nr. 1, 2 og 3 er að njóta þess að geta hlaupið, hafa heilsu til þess.
Hvers vegna HHFH: hentar mjög vel, stutt að fara og afar hresst fólk sem sækir þennan klúbb!
Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: fyrir löngu hlaupin fæ ég mér hafragraut eða ristað brauð. Annars fæ ég mér banana, hrökkbrauð eða eitthvað gott.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: ég er svo lánsöm að eiga tvo flotta krakka sem eru í íþróttum og fylgist ég auðvitað stolt með þeim – en annað er leyndarmál!