Félag vikunnar, og sá tólfti í röðinni er Gísli hennar Önnu Eðvalds.
Nafn: Gísli Ágúst Guðmundsson
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Þann 19. janúar 2010
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Ég hef stundað fjallgöngur og skíði nokkuð reglulega. Og svo TRX styrktaræfingar hjá Elínu síðustu tvo mánuði.
Á hvernig skóm hleypur þú: Núna er ég á Asics Gel Kinsei sem mér áskotnuðust og svo á ég líka Brooks Ghost 4 sem ég ætla að prófa í styttri vegalengdunum.
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Ég hleyp nær eingöngu í félagsskap og þá líkar mér betur samræður. Félagi Svenni var til að byrja með í eyrunum en hætti því alveg eftir skondna uppákomu. Upp frá því fékk tiltekið strætóskýli uppnefnið „Gíslastaðir“. Þar teygjum við stundum. Annars gaf Anna mér nýlega pínulítinn Ipod sem ég er að hlaða inn á föstudagskvöldsstuðlögum og hlaupatöktum. Aldrei að vita nema ég fari þá að hlaupa einn.
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, já.
Hver eru hlaupamarkmið þín: 5km á 23mín, 10km á 47mín og ½ maraþon á 1:46.
Hvers vegna HHFH: Þar á ég bara svo fína hlaupafélaga og ekki skaðar að ég hef tengst FH nokkuð í gegnum tíðina.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Skíði, skíði, skíði, útivist, ferðalög, jarðfræði, föndur, smíði, garðrækt og m.fl.