Félagakynning

Svenni hefur kennt okkur að teygja okkur og toga – og gefið okkur góð ráð ef einhverjir hlaupaverkir eru að plaga okkur.  Hann ætlar að hlaupa langt í sumar.

Nafn: Sveinbjörn Sigurðsson.

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Á besta stað í Hafnarfirði.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Með frá byrjun í janúar 2010.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla, syndi og fer á skíði þegar tækifæri gefst.

Á hvernig skóm hleypur þú: Hef hingað til eingöngu hlaupið á Asics, en er nú að breyta til og kominn á Brooks og Saucony.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Hlustaði á tónlist fyrstu mánuðina með hlaupahópnum, alveg þangað til Gísli „ heilsaði mér ekki „ á Gíslastöðum.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, alveg bráðnauðsynlegt. Veitir mikið aðhald og gott að fylgjast með hlaupabræðrum og systrum.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Hafa gaman að og stefna á eitt stórt hlaup á hverju ári, nú er það Laugavegurinn í sumar.

Hvers vegna HHFH: Flottur félagsskapur sem heldur mér við efnið, frábærir þjálfarar og flott aðstaða.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Engin sérstök regla á því.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já fullt eins og útivist, fjallganga,skíði, skotveiði og stangveiði.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.