ÆFINGIN Í GÆR
Það var súperflott mæting á æfingu í gær. Nýliðar fjölmenntu svo um munaði, þeir voru 83 talsins og kom það okkur öllum svo sannarlega á óvart. Steinn og Hrönn Árna fóru með hópinn upp á efra gras þar sem þeir hlupu sín fyrstu, en vonandi ekki síðustu, skref með okkar frábæra Hlaupahópi.
Þó nýtt nýliðanámskeið sé formlega hafið getur fólk að sjálfsögðu slegist í hópinn, og eru áhugasamir hvattir til að mæta á næstu æfingu á laugardaginn, þá hlaupum við frá Suðurbæjarlaug, nú eða mæta á þarnæstu æfingu … KOMASO.
JAKKAMÁL
Eins og fram kom á spjallinu fyrir æfingu eru jakkarnir komnir til landsins og eru farnir í merkingu. Þeir kosta 10.500 krónur og er hægt að greiða inn á reikning Hlaupahópsins 0327-26-9036 og kennitala 681189-1229, prenta út kvittun og hafa hana með sér þegar jakkarnir verða afhentir, væntanlega strax í næstu viku. Eins er hægt að koma með pening á æfingu og staðgreiða, þegar jakkarnir eru klárir.
BÍLASTÆÐIN VIÐ SUÐURBÆJARLAUG
Þau sem koma á bílum á laugardagsæfingarnar er bent á að leggja bílum sínum ekki á bílastæðinu við laugina, heldur við leikskólann við Smárabarð og rölta yfir í laug. Þetta eru ekki nema 178 metrar. Það er óþarfi fyrir okkur að teppa bílastæðin við laugina, við erum svo létt á fæti að okkur munar ekkert um að ganga þessa metra.
HAUKAR HLAUPA
Félagar okkar í Skokkhópi Hauka standa fyrir afmælishlaupi í tilefni 81 árs afmælis Hauka, laugardaginn 14 apríl nk. og hefst það klukkan 11:00. Hlaupið er frá Ásvöllum. Tvær vegalendir eru í boði 3 km og 8,1 km. Þetta er létt og skemmtilegt fjölskylduhlaup. Nánar um það hér.