Þriðjudagsæfing með meiru

Það var flott mæting á æfinu nú í dag, en um 60 manns voru mætt í Kapla.  Á dagskránni var vaxandi hlaup og fór fólk frá rúmum sex km og uppúr.  Þeir allar sprækustu fóru rúma 15 km.

Á morgun hefjast aukaæfingar og verður áherslan lögð á utanvegahlaup.  Þau sem ætla að taka þátt í utanvegahlaupum í sumar, eins og Laugaveginum og Vesturgötunni er sérstaklega bent á þessar æfingar, en öllum er frjálst að mæta.  Það á að hittast við hliðið við Flóttamannaveginn í Heiðmörk klukkan 18:00

Búið er að panta flott veður fyrir fimmtudaginn, en skv. Veður.is verður léttskýjað og 5°c.

Þjálfarar minna félaga á að skrá hlaupin á hlaup.com. Það er frábært tæki til að halda utan um æfingar sínar og til að fylgjast með framförum sínum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.