VIKA 15

Það var fínasta mæting á æfingar í páskavikunni. Þrátt fyrir dumbungsveður, var hlýtt og gott að hlaupa í rigningarúðanum.

Á fimmtudaginn kemur, 12 apríl, byrjar nýliðahópur hjá okkur.  Líkt og hjá fyrr nýliðahópum er markmiðið að hlaupa 5 kílómetra samfleytt eftir 9 vikur.

Þjálfarar hafa orðið varir við töluverðan áhuga svo það verður gaman að bjóða nýtt fólk velkomið í okkar frábæra hóp!  Verum dugleg við að láta áhugasama vita.

Í vikunni hefjast aukaæfingar á miðvikudögum.  Áherslan verður á utanvegahlaup, þar sem töluverður fjöldi félaga HHFH ætla sér að taka þátt í utanvegvegahlaupum í sumar.  Hlaupið verður frá hliðinu við Flóttamannaveginn í Heiðmörk, lagt af stað klukkan 18:00.

Þriðjudagsæfingin verður hefðbundin, 6-12 km. vaxandi í lokin.  Á fimmtudag er svo sprettæfing.  Nánar um æfingarnar hér.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.