Félagakynning

Báðir helmingarnir eru í hópnum.  Við erum búin að kynnast Margréti, nú er komið að Þorsteini.

Nafn: Þorsteinn Sigurmundason

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Febrúar 2010

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Golf, hjóla stundum og líkamsrækt í Hress

Á hvernig skóm hleypur þú: Under Armour

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Nei ekki mikið, fæ stundum lánaðan ipod dóttur minnar og hlusta þá á lög sem ég kannast ekkert við.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com:
Nei, þarf að bæta úr því.

Hver eru hlaupamarkmið þín:
40 mín 10km. 1:50:00 21km. Og stunda
utanvegahlaup meira.Hvers vegna HHFH:ótrulega skemmtilegir og jákvæðir
hlaupafélagar, snilldarþjálfarar sem halda utan um allt saman.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Eitthvað létt t.d ristað brauð og kaffi, próteinstöng, banana.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Golf, knattspyrnudómgæsla, ferðalög, garðurinn, skíði og fylgja börnunum í þeirra íþróttaiðkun.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.