Það var flott æfing hjá okkur í dag. Nýliðarnir skelltu sér á efra grasið og skokkuðu þar sitt prógram undir stjórn þeirra Steins og Finns.
Hinir hóparnir tættu í brekku fram og til baka. Stefnan var sett á Mosahlíð þar sem var vel tekið á því. Hlaupnir voru ýmist 6-10 sprettir frá 45 sek og upp í 1. mínútu. Það var mikið kapp í fólki, en þetta var fyrst og síðast bara skemmtilegt.
Eins og fram hefur komið þá er fræðslufundur á dagskrá á morgun í Kaplakrika klukkan átta. Allir hvattir til að mæta.
Jakkarnir verða afhentir á fimmtudaginn. Hægt er að leggja inn á reikning Hlaupahópsins 0327-26-9036 og kennitala 681189-1229, prenta út kvittun og sýna þegar jakkinn er sóttur. Eins er hægt að greiða á staðnum. Hann kostar 10.500.-
Þeir nýliðar sem ekki hafa skráð sig í hópinn er bent að senda tölvupóst á þálfara hópsins;
Pétur petur(a)myllan.is
Stein steinn.johannsson(a)gmail.com
Hrönn hronn(a)lsr.is
Sjáumst á morgun!