Félagakynning

Hún skrifar bækur og hleypur, vinnur hjá Hafnarfjarðarbæ og býr nærri Kapla.  Hlauparinn Steinunn er næst á dagskrá.

Nafn: Steinunn Þorsteinsdóttir

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Í Hafnarfirði.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Fyrir ári síðan – í október 2010.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Ég er styrktaraðili í líkamsræktarstöð, kíki þar við öðru hverju til að athuga hvort allt sé í order.

Á hvernig skóm hleypur þú: Ég er með tvenna skó í gangi, Nike og Asics.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Hleyp yfirleitt ekki með tónlist.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Nei, var voða duglega eina viku fyrir næstum ári síðan. Þarf að fara að taka mig á með skráninguna.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Fyrst og fremst að halda áfram að hlaupa.

Hvers vegna HHFH: Frábærir félagar og flottar fyrirmyndir.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já fyrir utan fjölskylduna, vinnuna og hlaupin nota ég tímann til að skrifa og lesa.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.