Hún hefur verið með frá fyrsta degi – er hvetjandi og góður félagi.
Nafn: Brynja Björg Bragadóttir.
Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Fædd og uppalin í Hafnarfirði, Gaflari í húð og hár.
Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Hef verið með frá fyrsta degi 19.janúar 2010.
Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla, syndi, geng á fjöll og geri styrkjandi æfingar í Hress.
Á hvernig skóm hleypur þú: Asics Kayano
Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Þarf enga tónlist þegar ég er með skemmtilegum félögum. Svo þarf ég að tala svo mikið á hlaupunum að ég má ekkert vera að því að hlusta á tónlist. Skilst reyndar að þeir sem tala mest séu í besta forminu 🙂
Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já hef gert það síðustu 2 ár og mæli eindregið með því.
Hver eru hlaupamarkmið þín: Gæli við að komast hálfa Vesturgötu í sumar en annars bara að njóta þess að hlaupa á meðan maður getur og hafa gaman af.
Hvers vegna HHFH: Félagsskapurinn frábær og hér hefur maður kynnst góðum félögum svo er ég gallharður FH-ingur.
Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Virku dagana er það hrískaka með hnetusmjöri eða banani. Á laugardögum er það hafragrautur með kókosmjöli og chiafræum.
Og svo að lokum. Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Já, fullt af þeim. Börnin eru í sundi, fótbolta, handbolta, frjálsum, ballett og því nóg að gera að fylgjast með þeim. Reyni að koma nokkrum góðum fjallgöngum fyrir og svo hjólum við mikið á sumrin.