Silja Úlfars með námskeið og önnur pöntun á jökkum

Aukaæfingar eru er ekki aðeins fyrir afreksíþróttafólk – heldur fyrir alla sem vilja bæta sig.  Silja Úlfars ætlar að bjóða upp á slíkar æfingar – þar sem áherslan verður lögð á  hraðaþjálfun, hlaupatækni og styrktarþjálfun.

Í  boði er 6 vikna námskeið á 9.900 kr. sem hefst 14 maí og er æft 1x í viku og fara æfingarnar fram á hlaupabrautinni í Kaplakrika.

Tímar sem eru í boði eru:
06:15 á föstudögum
12:
00 á föstudögum
18:15 á miðvikudögum

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Jakkamál
Í næstu viku verður gerð önnur pöntun á jökkum.  Þau sem áhuga hafa á að fá sér þessa jakka er bent á að mátun fer fram fyrir æfingu á þriðjudag (17:30) og fimmtudag (09:30 við æfum snemma á Uppstigningardag).

Fólk er beðið um að mæta tímanlega fyrir æfingu til að máta og ganga frá pöntuninni.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Áhugavert efni. Bókamerkja beinan tengil.