Félagakynning

Það er ekki úr vegi að kynnast þjálfurunum aðeins, þeir eru í raun fólkið bak við tjöldin.  Við hin mætum bara á æfingarnar og látum þa teyma okkur hingað og þangað, og við bara gerum það sem okkur er sagt að gera, þurfum ekkert að hafa fyrir þessu, bara mæta og hlaupa..

Pétur er einn af stofnendum HHFH, kynnumst honum aðeins.

Nafn: Pétur Smári Sigurgeirsson

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Ég stofnaði hópinn ásamt ásamt Silju, Heiðu, Hrönn, Frey og Steini og hef verið með frá fyrstu æfingu.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Já, ég hef stundað Boot Camp í 6 ár og fer á sundæfingar með 3SH ef ég næ að vakna en það hefur ekki gerst síðan í maí, en ég stefni að því að fara að stilla klukkuna um áramótin 🙂

Á hvernig skóm hleypur þú: Ég hef prufað nokkrar tegundir en eins og er er ég að hlaupa á skærlituðum adidas skóm eins og allir hafa tekið eftir, og líkar það mjög vel…

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Nei, ég hef aldrei vanið mig á að hlusta á tónlist, miklu skemmtilegra að tala og hlusta á hlaupafélagana nema þegar ég fer af stað með Friðleifi þá get ég hvorki talað né hlustað á hann 🙂

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Já, en ég er í smá pásu núna, en kem sterkur inn eftir áramót…

Hver eru hlaupamarkmið þín: Maraþon á 2:59:59 og Laugavegurinn undir 5:30:00 og svo er stefnan að taka IronMan þegar ég verð búinn að klára þessa tíma….

Hvers vegna HHFH: Frábærir hlaupafélagar, þarf ekki að segja meira…

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaup: Nei, eins og er eru það bara hlaupin…….

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Félagakynning

  1. Guðni sagði:

    Flottur þjálfari hann Pétur og hvetjandi – þrátt fyrir litinn á skónum hans :))

Lokað er á athugasemdir.