Búið er að setja inn æfingaáætlun næstu viku. Það verður áfram unnið í þolinu og verða sprettir og brekkusprettir meðal annars á dagskránni.
Ákafinn eyskt hjá nýliðunum og til marks um það hlaupa þeir 4×9 mínútur með eins og hálfs mínútna göngu á milli, næstkomandi laugardag. Það styttis í að þeir hlaupi 5. kílómetra í einu.
Hornið er nýtt hér á síðunni. Markmiðið er að þar verið sett inn ýmis góð ráð fyrir hlaupara, sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Allar hugmyndir eru vel þegnar, sendið þær á hbirnir(at)gmail.com.
Þetta verður frábær hlaupavika. KOMASO.
Ljósmynd: Guðni Gíslason