Félagakynning

Þá tökum við upp þráðinn aftur frá síðasta ári og höldum áfram að kynnast félögum okkar.

Nafn: María Kristín Gröndal

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Hafnarfirði, en er og verð alltaf Seltirningur

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Held það hafi verið í apríl 2010

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Stunda núna bara almenna líkamsrækt í Hress með og hef gert það aðeins inná milli með hlaupunum.

Á hverngi skóm hleypur þú: mmm…það er misjafnt, hleyp til skiptis í Asics Nimbus og Asics Kayano. Svo eru keppnisskórnir mínir alveg uppáhalds en þeir eru Saucony Fastwitch, hleyp líka stundum í þeim á sprettæfingum.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Nei hef ekki gert það

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com:

Hver eru hlaupamarkmið þín: Eins og er eru þau bara að koma mér aftur í form svo ég geti kannski hlaupið eitthvað af viti í sumar 🙂

Hvers vegna HHFH: Góður hópur, góðir þjálfarar og frábærir félagar 🙂

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Jájá, öll hreyfing og heilsusamlegt líferni er mér mjög kært. Einnig fjölskyldan og stelpurnar mínar tvær. Mér finnst líka ofsalega gaman að hafa fínt í kringum mig og spá og spekúlera, svo ég verð eiginlega að segja að það sé áhugamál útaf fyrir sig 🙂

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.