ÞORRABLÓT FRJÁLSÍÞRÓTTADEILDAR OG HLAUPAHÓPS
Þorrablótið verður haldið 28. janúar næstkomandi í Sjónarhól – Kaplakrika og hefst klukkan 20:00
Skráning fer fram á netfangið siggih@hafnarfjordur.is
og lýkur skráningu mánudaginn 23. janúar.
Verð kr. 4.000.-
Miðaverð skal greitt inn á reikning 0327-26-9031 kt. 681189-1229
Áríðandi er að þeir sem skrái sig greiði og staðfesti sem fyrst, svo að hægt sé að staðfesta pöntun á mat.
Aldurstakmark 18 ár.
Á boðstólum: Þorramatur og einnig verða aðrar veitingar fyrir þá sem ekki kjósa þorramat.
Og mikið stuð … ÞORRASOOO
REYKJAVÍKURMARAÞON ÍSLANDSBANKA 2012
Margir félagar í Hlaupahópi FH taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, því er ekki úr vegi að vekja athygli á því að opnað verður fyrir skráningu á morgun, 18. janúar.
Vegalengdir | jan-1.apr | 2.apr-1.júl | 2.júl-15.ágú | 17.ágúst skrán.hátíð |
3 km skemmtiskokk | 1.500 | 1.500 | 1.700 | 2.000 |
3 km barnagjald* | 1.000 | 1.000 | 1.000 | 1.200 |
10 km | 3.400 | 4.200 | 5.250 | 6.600 |
21,1 km | 4.200 | 5.250 | 6.300 | 8.300 |
42,2 km | 5.300 | 7.400 | 9.200 | 11.000 |
Boðhlaup (2-4 saman) | 13.950 | 17.100 | 22.100 | 26.400 |
Athugið að þátttökugjaldið fer hækkandi eftir því sem nær dregur hlaupi.
Verð miðast við einstakling nema í boðhlaupinu þar sem verð miðast við lið sem í geta verið 2-4 þátttakendur.