MEISTARAMÓT ÍSLANDS
Nú um helgina fór fram Meistarmót Íslands öldunga í frjálsum íþróttum.
Þrettán félagar úr Hlaupahópi FH tóku þátt og var árangur þeirra eftirfarandi:
Pétur Smári Sigurgeirsson: gull í 60m, 200m og langstökki og brons í 400m í 40-44 ára.
Freyr Hákonarson: silfur í kúluvarpi, silfur í 200m, brons í langstökki og gull í 400m í 35-39 ára.
Jóhann Ingibersson: brons í kúluvarpi og gull í 3000m hlaupi í 50-54 ára.
Gylfi Örn Gylfason: silfur í 400m og brons í 3000m hlaupi í 35-39 ára.
Guðni Gíslason: gull í 400m, silfur í 200m, gull í langstökki í 50-54 ára.
Þórunn Unnarsdóttir: gull í 800m hlaupi í 35-39 ára.
Hrönn Árnadóttir: gull í langstökki, gull í 200m og gull í kúluvarpi í 30-34 ára.
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir: gull í kúluvarpi, silfur í 200m, gull í 800m og gull
í 3000m hlaupi í 45-49 ára.
Björn Traustason: gull í hástökki og gull í 800m í 40-44 ára.
Helga Halldórsdóttir: gull í 200m, silfur í kúluvarpi og silfur í 800m í 45-49 ára.
Friðleifur Friðleifsson: silfur í 3000m hlaupi í 40-44 ára.
Súsanna Helgadóttir: gull í kúluvarpi og brons í langstökki í 40-44 ára.
Steinn Jóhannsson: gull í 400m, brons í kúluvarpi, brons í hástökki og
silfur í 800m í 40-44 ára.
Þess má geta að rúmlega 20 FH-ingar tóku þátt og á HHFH stóran hlut í sigrinum í stigakeppninni. Voru margir félagar að ná frábærum árangri og eru þjálfarar mjög ánægðir með árangurinn.
LAUGAVEGURINN 2012
Nokkrir félagar okkar setja stefnuna á Laugaveginn í sumar. Það er um að gera að fara að undirbúa sig. Laugaskokk verður með fyrirlestur um hlaupið miðvikudaginn nk. klukkan 20.00 í veitingasal Lauga. Er fyrirlseturinn hluti af fræðslufundaröð Laugaskokks.
Skráning í hlaupið hefst 25. janúar. á netinu.
ÆFINGAÁÆTLUN VIKU 3
Æfingaáætlunin er hér. Það er vonandi að færðin lagist í vikunni og á fimmtudag er stefnt á brekkuspretti. Þjálfarar minna jafnframt á fyrsta Atlantsolíuhlaupið sem fer fram síðasta fimmtudaginn í janúar. Eru félagar hvattir til að taka þátt
HLAUPAHÓPUR FH 2. ÁRA
Um þessar mundir á hlaupahópurinn okkar tveggja ára afmæli. Það er ótrúega margt búið að gera á þessum stutta tíma og margir kílómetrar liggja í valnum. Þetta er flottur hópur.
KOMASO