MÍ öldunga

Um næstu helgi, 14 -15 janúar, verður MÍ öldunga haldið í Laugardalshöll. Keppt verður í eftirtöldum greimum:

Laugardagur:  60 m, 200 m, 800 m, kúluvarpi, langstökki og hástökki.

Sunnudagur:  60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökki, stangarstökki og lóðkasti.

Keppnin hefst báða dagana kl 10:30. Aldursflokkaskiptingin er:

Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri
Karlar
: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri

Keppendur raðast í aldursflokka miðað við afmælisdag en ekki fæðingarár samkvæmt reglum Evrópusambands öldunga, EVAA.

Hér má nálgast tímaseðil mótsins.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.